Dow Jones yfir 22 þúsund stig í fyrsta sinn

02.08.2017 - 14:44
Mynd með færslu
 Mynd: Shutterstock
Dow Jones hlutabréfavísitalan bandaríska fór í dag í fyrsta sinn yfir 22 þúsund stig skömmu eftir að viðskipti hófust í kauphöllinni á Wall Street. Ástæðan er fyrst og fremst sex prósenta hækkun á hlutabréfum í tæknifyrirtækinu Apple sem tilkynnti eftir lokun í gær að hagnaðurinn á öðrum ársfjórðungi hafi numið 8,7 milljörðum dollara, - yfir 900 milljörðum króna. Þremur mínútum eftir að viðskiptin hófust fór vísitalan í 22.011,48 stig. Það er 0,2 prósenta hækkun frá því að viðskiptum lauk í gær.
Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV