Dönsk stjórnvöld mótmæla tilskipun Trumps

07.02.2017 - 05:56
epa05187387 Danish Prime Minister Lars Lokke Rasmussen (C) presents Esben Lunde Larsen (L), as the new Environmental and Food Minister and Ulla Tornaes (R) as new Minister of Higher Education and Science, in front of Amalienborg Castle in Copenhagen, 29
Ulla Törnæs lengst til hægri.  Mynd: EPA  -  Scanpix Denmark
Danska ríkisstjórnin tekur undir andstöðu Ullu Törnæs, ráðherra þróunarmála, við tilskipun forseta Bandaríkjanna um að hætta greiðslum til heilbrigðisstofnana sem framkvæma fóstureyðingar. Danska ríkisútvarpið greinir frá þessu.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifaði undir tilskipun þess efnis að Bandaríkin hætti að veita fé til alþjóðlegra heilbrigðisstofnana sem veita aðstoð við fóstureyðingu, hvort sem það er í framkvæmd, upplýsingagjöf eða tilvísun. Átta Evrópusambandsríki hafa sent Federicu Mogherini, utanríkisráðherra ESB, og Neven Mimica, ráðherra þróunarmála hjá ESB, þar sem hvatt er til þess að sambandið fordæmi tilskipunina.

Auk Törnes skrifuðu ráðherrar frá Svíþjóð, Frakklandi, Hollandi, Finnlandi, Þýskalandi, Bretlandi og Belgíu undir bréfið. Með bréfinu fylgir 75 milljóna danskra króna styrkur til heilbrigðisstofnana sem verða fyrir tekjutapi vegna ákvörðunar Trumps.
Isabella Lövin, þróunarmálaráðherra Svíþjóðar, segir tilskipun Trump koma verst niður á konum og börnum sem þegar eru veik fyrir.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV