Dagur hyggst bjóða sig fram aftur

19.06.2017 - 10:03
Mynd með færslu
 Mynd: Þór Ægisson  -  RÚV
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hyggst bjóða sig fram í sveitastjórnarkosningum á næsta ári.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í morgun. Í viðtali við blaðið segir Dagur: „Ég er ákveðinn í að bjóða mig aftur fram og legg óhræddur störf mín í dóm kjósenda. Starfið er áhugavert og fjölbreytt og maður fær tækifæri til að hafa áhrif á mótun samfélagsins. Ég horfi til þess að við höldum áfram að búa til græna borg sem leggur áherslu á lífsgæði, mannlíf og fjölbreytt atvinnutækifæri.“

Hann segir borgarbúa taka sér opnum örmum, þótt annað sé oft uppi á teningnum í netumræðum.

„Um­ræðan getur verið nei­kvæð á net­inu en veru­leik­inn tekur henni langt fram og fram­úr­skar­andi mót­tökur sem ég fæ um alla borg hjá Reyk­vík­ingum hvetja mig áfram á hverjum deg­i.“

Í viðtalinu segir hann að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri og ráðherra, sé fyrirmynd hans í embætti. Hún hafi orðið þess valdandi að hann ákvað að taka þátt í stjórnmálum.

Gunnar Dofri Ólafsson