Dæmdur fyrir landabrugg

14.06.2017 - 14:37
Mynd með færslu
 Mynd: Þórgunnur Oddsdóttir
Karlmaður á fertugsaldri hefur, í Héraðsdómi Norðurlands eystra, verið dæmdur fyrir áfengislagabrot með því að hafa bruggað 35 lítra af landa.

Lögregla gerði upptæka á heimili mannsins á Akureyri 35 lítra af landa og 50,5 lítra af gambra. Lögregla fór heim til mannsins til þess að handtaka hann vegna gruns um aðild að þjófnaði og fann þá bruggtæki og áfengi og gerði upptækt.

Maðurinn var dæmdur til að greiða 190 þúsund krónur í sekt, auk tæplega 468 þúsund króna í sakarkostnað. Refsingin er hegningarauki, en hann hafði áður verið dæmdur í 30 daga fangelsi og sviptingu ökuleyfis ævilangt.

Ágúst Ólafsson
Fréttastofa RÚV