Dæmd fyrir að drekkja börnunum sínum

30.05.2017 - 06:49
epa05998494 Akon Guode arrives in a prison van to the Supreme Court of Victoria in Melbourne, Victoria, Australia, 30 May 2017. Akon Guode, 37, was sentenced on the day to a maximum of 26 years and six months with a non-parole period of 20 years over the
Akon Guode leidd inn í réttarsal.  Mynd: EPA  -  AAP
Kona á fertugsaldri var dæmd í 26 ára fangelsi í Ástralíu í morgun fyrir morðið á þremur barna sinna, og morðtilraun í því fjórða. Konan ók ofan í á skammt utan Melbourne árið 2015.

Akon Goude flúði átök í heimalandinu Suður-Súdan. Verjendur hennar sögðu andlegt ástand hennar slæmt, og hún þjáðist af áfallastreituröskun af völdum borgarastríðsins í Suður-Súdan. Elsta dóttir Goude sagði fyrir rétti að hún hafi haft áhyggjur af móður sinni undir stýri. Hún hafi fengið svimaköst síðasta hálfa árið áður en hún ók með börnin ofan í vatnið. 

Lex Lasry, dómari, sagði við dómsuppkvaðningu að dómurinn væri að vissu leyti ekki nógu harður miðað við glæpinn, en á sama tíma of harður vegna andlegrar heilsu Goude og rauna hennar og örvæntingar í heimalandinu. Börnin hafi hins vegar borið traust til hennar sem móður. Hún hafi rofið það traust með skelfilegum afleiðingum, hverjar sem ástæður þeirra séu.

Eins árs gamall sonur hennar og fjögurra ára tvíburar drukknuðu ofan í vatninu. Björgunarmenn náðu Goude og fimm ára dóttur hennar upp úr því á lífi. Goude bíða minnst 20 ár á bak við lás og slá áður en hún á rétt á reynslulausn.
 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV