Býr til flögur úr íslenskum kartöflum

15.05.2017 - 11:15
„Upphaflega hugmyndin var að gera alíslenskar kartöfluflögur og nota eingöngu íslenskt hráefni. Íslenskar kartölfur, íslenska repjuolíu og íslenskt salt,“ segir Viðar Reynisson sem hefur undanfarin misseri verið að prófa sig áfram í kartöfluflöguframleiðslu á Seljavöllum í Nesjum í Hornafirði. Nú er þessi þróunarvinna loksins farin að bera ávöxt enda ákvað Viðar að segja upp vinnunni sinni um síðustu áramót og einbeita sér að kartöfluflögunum.

Það kann að virðast einfalt að búa til kartöfluflögur en sú er ekki raunin. Íslenskar kartöflur henta t.d. ekki sérlega vel í kartölfuflögur því þær eru svo sterkjuríkar. Nú hefur Viðar hins vegar náð að þróa vinnsluaðferð sem reynist vel og fyrstu flögurnar eru komnar í verslanir. 

Landinn heimsótti Viðar. 

 

Mynd með færslu
Gísli Einarsson
Landinn