Búið að opna báða vegina

04.08.2017 - 10:09
Munni Hvalfjarðarganga.
 Mynd: Þórgunnur Oddsdóttir
Búið er að opna bæði Suðurlandsveg og Vesturlandsveg, en þeim var báðum lokað vegna umferðarslysa á áttunda tímanum í morgun.

Suðurlandsvegi var lokað í báðar áttir við afleggjarann frá Sólheimajökli í Mýrdal eftir að fólksbíll og olíubifreið skullu saman með þeim afleiðingum að olíuflutningabifreiðin valt á hliðina. 

Búið er að opna Suðurlandsveg og umferð er stjórnað af lögreglu. Einhver minniháttar slys urðu á fólki, að sögn Sveins Kristjáns Rúnarsson yfirlögregluþjón, og auk þess lak olía úr flutningabifreiðinni. Búið er að stöðva lekann en ekki er vitað hversu mikið lak úr bílnum. 

Slysið á Vesturlandsvegi varð norðan við Hvalfjarðargöng. Vegurinn var lokaður í um það bil tvo tíma, en vegurinn hefur nú verið opnaður fyrir alla umferð.

 

Mynd með færslu
Birkir Blær Ingólfsson
Fréttastofa RÚV