Búdapest vill ekki Ólympíuleikana

23.02.2017 - 13:40
Tjatiana Brasil gets her photo taken with a set of Olympic Rings at the Olympic park in Rio de Janeiro, Brazil, Wednesday, Aug. 3, 2016. The Summer 2016 Olympics is scheduled to open Aug. 5. (AP Photo/Charlie Riedel)
 Mynd: AP
Búdapest í Ungverjalandi ætlar að draga til baka umsókn sína um að halda Sumarólympíuleikana árið 2024. Þetta staðfestir talsmaður ungversku ríkisstjórnarinnar. Almenningur í Búdapest er mjög mótfallinn umsókninni og skrifuðu 260 þúsund manns á undirskriftalista þar að lútandi og telja peningunum betur varið í spítala og skóla.

Los Angeles í Bandaríkjunum og París í Frakklandi eru nú einu borgirnar sem sækjast eftir því að halda leikana árið 2024. Áður höfðu Hamburg í Þýskalandi og Róm á Ítalíu hætt við umsóknir sínar.

Alþjóðaólympíunefndin kýs á milli Los Angeles og Parísar 13. september n.k. Lárus Blöndal forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sagði í viðtali við RÚV á dögunum að tilskipun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um ferðabann borgara 7 múslímaríkja til Bandaríkjanna muni koma niður á umsókn Los Angeles borgar þegar Ólympíunefndin gerir upp hug sinn.

Mynd með færslu
Hans Steinar Bjarnason
íþróttafréttamaður