Brasilíuþing ákveður að lögsækja ekki Temer

03.08.2017 - 00:52
epa06120337 Brazilian President Michel Temer speaks during the signing ceremony of a medicine budget in Brasilia, Brazil, 01 August 2017. The Brazilian Chamber of Deputies took up its session after a two-week recess and will decide wether Temer will be
 Mynd: EPA  -  EFE
Neðri deild brasilíska þingsins kaus í dag um spillingarmál Michel Temers, forseta landsins, og kaus að lögsækja hann ekki fyrir mútuþægni. Stjórnarandstöðunni tókst ekki að ná þeim meirihluta atkvæða sem þurfti til að færa mál Temers fyrir hæstarétt Brasilíu, þar sem honum hefði getað verið vikið úr embætti. Tvo þriðju atkvæða þurfti til þess. Mikið brambolt var í þingsal þegar niðurstöðurnar lágu fyrir og næstum kom til handalögmála.

Micher Temer er meðal annars ásakaður um að hafa þegið margmilljóna mútur frá brasilísku kjötpökkunarfyrirtæki, JBS, en þverneitar því. Þá hefur hann verið til rannsóknar grunaður um spillingu, fyrir að hindra framgang réttvísinnar og fyrir að vera félagi í skipulögðum glæpasamtökum.

Temer hefur gegnt forsetaembættinu í rúmt ár. Hann tók við af Dilmu Rousseff, sem varð að víkja úr embætti eftir að hún var kærð fyrir embættisbrot. Þannig var Temer í dag bjargað frá því að vera annar þjóðarleiðtogi Brasilíu á aðeins tólf mánuðum sem stíga þyrfti til hliðar vegna embættisbrota, segir í frétt AFP.

Vinstriþingmaðurinn Ivan Valente krefst þess að Temer verði vikið úr embætti þrátt fyrir niðurstöður atkvæðagreiðslunnar og að aftur verði efnt til atkvæðagreiðslu um mál Temers, segir í frétt BBC.

epa06121330 Opposition deputies protest in the plenary of the Chamber of Deputies, during the vote on the corruption process against Brazilian President Michel Temer, in Brasilia, Brazil, 02 August 2017. Brazil's Chamber of Deputies began the session
 Mynd: EPA  -  EFE
Mikið brambolt var í þingsal þegar niðurstöðurnar lágu fyrir.
epa06122136 Deputies start the voting of the process against the Brazilian President Michel Temer for corruption in Brasilia, Brazil, 02 August 2017. Brazil's Chamber of Deputies began the session in which it will decide whether to authorize the
 Mynd: EPA  -  EFE
Micher Temer er ásakaður um mútuþægni.
epa06122126 Paulo Teixeira (R) grabs an inflatable doll out of the hand of Deputies Wladimir Costa (L)  during the corruption vote against Brazilian President Michel Temer, in Brasilia, Brazil, 02 August 2017. Brazil's Chamber of Deputies began the
 Mynd: EPA  -  EFE
Matthías Tryggvi Haraldsson
Fréttastofa RÚV