Boða útihátíð á Norðurbrú á morgun - myndskeið

02.03.2017 - 11:27
Stjórnendur Ungdómshússins, æskulýðsmiðstöðvar á Norðurbrú í Kaupmannahöfn, hafa boðað til útihátíðar á morgun á lóðinni þar sem umdeilt hús var rifið á marsmánuði fyrir tíu árum. Á fréttavef BT er haft eftir lögreglunni að staðið hafi verið að umsókninni með lögformlegum hætti.

Upp úr sauð í gærkvöld þegar efnt var til mótmæla á Norðurbrú í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá því að Ungdómshúsið var rifið. Rúður voru brotnar og lögreglumenn grýttir. Níu voru teknir höndum, þar af tveir undir lögaldri. Fjórir verða ákærðir fyrir brot gegn valdstjórninni. Vegna ástandsins í gær verður mikill viðbúnaður lögreglu á morgun og þess vandlega gætt að ófriður blossi ekki upp að nýju. Þá segjast íbúar hverfisins vera við öllu búnir.