Blái hnötturinn með flest verðlaun á Grímunni

16.06.2017 - 22:04
Mynd með færslu
Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri Bláa hnattarins, og Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri.  Mynd: RÚV
Gríman – íslensku sviðslistaverðlaunin 2017 voru veitt í kvöld í Þjóðleikhúsinu. Barnasýningin Blái hnötturinn fékk flest verðlaun, eða fjögur. Hlaut sýningin verðlaun fyrir barnasýningu ársins, dans- og sviðshreyfingar ársins, leikmynd ársins og tónlist ársins.

Sýning ársins er Fórn – No Tomorrow eftir Margréti Bjarnadóttur og Ragnar Kjartansson, í sviðsetningu Íslenska dansflokksins og Borgarleikhússins. Leikkona ársins í aðalhlutverk er Sólveig Guðmundsdóttir, fyrir hlutverk sitt í Sóley Rós ræstitæknir í sviðsetningu Kvenfélagsins Garps. Leikari ársins í aðahlutverki er Stefán Hallur Stefánsson, fyrir hlutverk sitt í Góðu fólki.

Hér má sjá alla verðlaunaflokka og tilnefningar. Verðlaunahafar eru gullitaðir.