Biskup bjargar múslimum

31.08.2017 - 11:49
epa05049210 Muslims in the Koudoukou mosque wait fir the arrival of Pope Francis to meeting with the Muslim community in Bangui, Central African Republic, 30 November 2015. Pope Francis is on a last leg of a six days visit that took him to Kenya, Uganda
Múslimar í Bangui bíða komu páfa, en Frans páfi ræddi við forystumenn þeirra þegar hann kom til Mið-Afríkulýðveldisins í nóvember 2015.  Mynd: EPA  -  ANSA
Kaþólskur biskup, Juan José Aguirre Munoz, hefur veitt um 2.000 ofsóttum múslimum hæli í prestaskóla í borginni Bangassou í Mið-Afríkulýðveldinu. Biskupinn segir að múslimarnir séu í lífshættu vegna ofsókna kristinna vígamanna.

Stephen O'Brien  yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum hefur varað við hættu á þjóðarmorði í Mið-Afríkulýðveldinu. Vígasveitir kristinna, sem stofnaðar voru eftir að skæruliðar múslima stóðu að valdaráni 2013, hafa verið sakaðir um að drepa fólk úr hópi kristinna íbúa.

Þorvaldur Friðriksson
Fréttastofa RÚV