Bíll sprakk við vinsælt kaffihús

08.05.2017 - 16:31
epa05899034 Military personnel at the scene of a suicide car bomb attack outside a military base in Mogadishu, Somalia, 09 April 2017. Early reports state that at least four people died in the attack that was aimed at senior officials leaving the base.
 Mynd: EPA
Að minnsta kosti sex liggja í valnum eftir að bílsprengja sprakk í dag í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu. Tíu til viðbótar særðust, að því er fréttastofan AFP hefur eftir lögreglu. Sprengjan sprakk skammt frá ítölsku kaffihúsi við fjölfarna götu í miðborginni. Ekki er vitað hvort bílnum hafði verið lagt við húsið eða honum var ekið framhjá og hann sprengdur. Árásir af þessu tagi eru algengar í Mogadishu þar sem stjórnarhermenn og vígamenn Al Shabab hryðjuverkasamtakanna berast á banaspjót.

Enginn hefur enn lýst árásinni á hendur sér.