Bíl ekið á mótmælendur í Charlottesville

12.08.2017 - 19:02
Bíl var ekið inn í hóp öfgaþjóðernissinna og andstæðinga þeirra í bænum Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkjunum í dag. Að sögn vitnis slösuðust að minnsta kosti tíu manns. Eftir að bíllinn ók á fólkið var honum bakkað og ekið aftur inn í hópinn.

Nokkur hundruð menn sem kalla sig hvíta þjóðernissinna höfðu safnast saman með hjálma, skildi, barefli og jafnvel skotvopn. Þeir komu saman í Charlottesville um helgina til að mótmæla því að fjarlægja á styttu af herforingjanum Robert Lee á torgi  í bænum. Þeim og fólki sem lýsti yfir andstyggð á hegðan og málflutningi þjóðernissinnanna lenti saman í dag. Sjúkrabílar komu fljótt á vettvang og fluttu hina slösuðu á sjúkrahús. Fyrr í dag var lýst yfir neyðarástandi í Charlottesville

 

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV