Báti bjargað úr hafvillu

05.05.2017 - 23:53
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Berserkir, björgunarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Stykkishólmi, var kölluð út um klukkan hálf níu í kvöld til að aðstoða bát sem var í hafvillu vegna þoku á Breiðafirði. Greiðlega gekk að finna bátinn sem björgunarsveitamenn eru nú að fylgja til hafnar í Skarðsstöð á Skarðsströnd.
Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV