Basquiat sleginn á 11,2 milljarða

19.05.2017 - 01:25
Ónefnt verk sem bandaríski listamaðurinn Jean-Michel Basquiat málaði árið 1982 seldist á 110,5 milljón dollara á uppboði í New York í kvöld, jafnvirði 11,2 milljarða íslenskra króna. Þetta er hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir verk eftir Basquiat.

Uppboðið hjá Sotheby's uppboðshúsinu var spennuþrungið, segir í frétt AFP. Tveir buðu í verkið á víxl í um tíu mínútur, annar í sýningarsalnum í New York og hinn um síma og að lokum hafði sá í símanum betur. Verkið hafði verið metið á um eða yfir 60 milljónir dollara, en seldist á nálega tvöfalt hærra verði.

Mynd með færslu
Stígur Helgason
Fréttastofa RÚV