Barist á Norðurbrú í Kaupmannahöfn

01.03.2017 - 19:49
Mynd með færslu
 Mynd: DR
Bardagi braust út í kvöld á Norðurbrú í Kaupmannahöfn í kvöld milli lögreglunnar og hundraða mótmælenda sem höfðu safnast saman til að minnast þess að tíu ár eru í þessum mánuði síðan æskulýðsmiðstöð í hverfinu var lokað með látum.

Mótmælin fóru úr böndunum þegar grímuklæddir mótmælendurnir tóku að brjóta rúður í verslunum og bönkum við Norðurbrúargötu. Þá var grjóti og púðurkerlingum kastað í laganna verði. Lögreglumenn drógu fram kylfurnar til að binda enda á ólætin. Nokkrir sem mest höfðu sig í frammi voru handteknir og færðir á brott. Við það lagaðist ástandið nokkuð, en töluverður fjöldi er enn á staðnum, að sögn fréttamanna danska ríkisútvarpsins sem fylgjast með mótmælunum.

 

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV