Banksy opnar hótel með „versta útsýni í heimi“

Banksy
 · 
Ísrael - Palestína
 · 
Myndlist
 · 
Menningarefni
People pass by the "The Walled Off Hotel" and the Israeli security barrier in the West Bank city of Bethlehem, Friday, March 3, 2017. The owner of a guest house packed with the elusive artist Banksy's work has opened the doors of his West
 Mynd: AP

Banksy opnar hótel með „versta útsýni í heimi“

Banksy
 · 
Ísrael - Palestína
 · 
Myndlist
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
05.03.2017 - 10:18.Davíð Kjartan Gestsson
Öllum að óvörum hefur nýtt hótel opnað dyr sínar á Vesturbakkanum í Palestínu. Hótelið stendur á horni sem snýr að aðskilnaðarmúrnum sem umlykur Betlehem og státar af „versta útsýni í heimi“ samkvæmt tilkynningu. Banksy, götulistamaðurinn víðfrægi, stendur fyrir gjörningnum.

Hótelið heitir The Walled Off Hotel, eða Innmúraða hótelið. Það er öðrum þræði sýningarsalur og ádeila á framgöngu ísraelskra stjórnvalda gagnvart Palestínu, en er annars með öllu ósvikið hótel. 

Það tekur við gestum frá og með 20. mars, en tilgangurinn er að laða erlenda ferðamenn að Vesturbakkanum, veita þar með innspýtingu í hagkerfi Palestínu, og varpa ljósi á alvöru lífsins í næsta nágrenni múrsins.

epa05829111 Tourists stand in front of the Walled Off Hotel by British street artist Banksy in the West Bank city of Bethlehem, 04 March 2017. The hotel in the Palestinian territories is placed only a couple of meters from Israel's separation wall
 Mynd: EPA
An Israeli security watch tower is seen from one of the rooms of the "The Walled Off Hotel" in the West Bank city of Bethlehem, Friday, March 3, 2017. The owner of a guest house packed with the elusive artist Banksy's work has opened the
 Mynd: AP

Öll tíu herbergi hótelsins snúa að gráum steinsteypuveggnum og á efri hæð þess fá gestir þess útsýni yfir hann, þar sem varðturnar Ísraelsmanna blasa við.

Í forsetasvítunni býðst gestum að baða sig í nuddpotti, sem fær vatn sitt úr sundurskotnum vatnstanki, svipuðum þeim sem standa á húsþökum margra heimila í Palestínu.

The presidential suite of the The Walled Off Hotel" in the West Bank city of Bethlehem, Friday, March 3, 2017. The owner of a guest house packed with the elusive artist Banksy's work has opened the doors of his West Bank establishments to media,
 Mynd: AP

Í anddyri hótelsins situr eftirmynd Balfours lávarðar, sem var utanríkisráðherra Bretlands 1917, þegar breska ríkisstjórnin lýsti yfir stuðningi við stofnun þjóðarheimils gyðinga. Hótelið rís á 100 ára afmæli þessarar umdeildu yfirlýsingar.

Gavin Grindon of the University of Essex, who co-curated with Banksy the museum inside "The Walled Off Hotel", stands by the reenactment of the signing of the year 1919 Balfour declaration in the in the West Bank city of Bethlehem, Friday, March
 Mynd: AP

Vistarverur hótelsins eru skreyttar með tugum verka eftir Banksy. Þar er einnig sýningarsalur helgaður palestínskum listaverkum og safn um sögu svæðisins.

An employee stands in the restaurant area of the The Walled Off Hotel" in the West Bank city of Bethlehem, Friday, March 3, 2017. The owner of a guest house packed with the elusive artist Banksy's work has opened the doors of his West Bank
 Mynd: AP
A Banksy wall painting showing Israeli border policeman and Palestinian in a pillow fight is seen in one of the rooms of the "The Walled Off Hotel" in the West Bank city of Bethlehem, Friday, March 3, 2017. The owner of a guest house packed with
 Mynd: AP
A wall decorated with security cameras and slingshots is seen in the bar area of the "The Walled Off Hotel" and the Israeli security barrier in the West Bank city of Bethlehem, Friday, March 3, 2017. The owner of a guest house packed with the
 Mynd: AP
Banksy's work is displayed in the "The Walled Off Hotel" in the West Bank city of Bethlehem, Friday, March 3, 2017. The owner of a guest house packed with the elusive artist Banksy's work has opened the doors of his West Bank
 Mynd: AP
A wall decorated with models of drones and a painting of Jesus with a sniper's dot on his forehead is seen in the "The Walled Off Hotel" in the West Bank city of Bethlehem, Friday, March 3, 2017. The owner of a guest house packed with the
 Mynd: AP

Ísraelsk stjórnvöld hófu byggingu aðskilnaðarmúrsins 2002, en hann er enn ókláraður. Yfirlýstur tilgangur hans var að stemma stigu við árásum sjálfsmorðssprengjumanna. Múrinn hefur verið gagnrýndur sem tilraun til þess að sölsa undir sig landsvæði. Alþjóðadómstóllinn í Haag komst að þeirri niðurstöðu, tveimur árum eftir að framkvæmdirnar hófust, að múrinn væri ekki í samræmi við alþjóðalög. 

Banksy hefur áður komist í fréttirnar fyrir að nota sjálfan múrinn sem striga undir verk sín. Hann úðaði og límdi níu myndir á hann í ágúst 2005. Hann sneri svo aftur í desember 2007 og hélt þar sýningu sem bar heitið „Santa's Ghetto“.

Mynd með færslu
 Mynd: CC
Eitt verkanna sem Banksy skildi eftir sig á múrnum 2005.

Tengdar fréttir

Myndlist

Vísindamenn segjast hafa afhjúpað Banksy

Myndlist

Banksy og flóttamennirnir í Calais

Myndlist

Banksy listaverk eyðilagt

Mannlíf

Banksy kominn í Sotheby's