Band í beinni: East of My Youth

Poppland
 · 
Skonrok(k)
 · 
Tónlist
 · 
Menningarefni

Band í beinni: East of My Youth

Poppland
 · 
Skonrok(k)
 · 
Tónlist
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
06.01.2017 - 10:31.Vefritstjórn.Poppland, .Skonrok(k)
Íslenski rafpoppdúettinn East of My Youth var gestur Popplands í dag, föstudaginn 6. janúar og tók nokkur lög í beinni útsendingu fyrir hlustendur og áhorfendur á Rás 2 og RÚV.is. Sveitin sendir frá sér plötu og kemur fram á tónlistarhátíðinni Eurosonic í næstu viku.

East of My Youth er skipuð þeim Herdísi Stefánsdóttur og Thelmu Marín Jónsdóttur. Fyrsta þröngskífa hljómsveitarinnar kemur út næstkomandi föstudag, 13. janúar og fagnaði sveitin útgáfunni fyrir fram ásamt Hildi og Glowie á Húrra í gærkvöldi, en þær Herdís og Thelma verðar staddar á Eurosonic hátíðinni í Hollandi þegar platan kemur út.

East of My Youth mætir í Stúdíó 12 og tók nokkur lög. Bein útsending var á Facebook-síðu Rásar 2, hér á RÚV.is og að sjálfsögðu á Rás 2. Upptökuna má sjá hér fyrir ofan.

Tengdar fréttir

Tónlist

Myndskeið: Jana í Stúdíói 12

Tónlist

Myndskeið: Nik Kershaw í Stúdíói 12