Baltasar bætir Teller við nýjustu mynd sína

Erlent
 · 
Innlent
 · 
Kvikmyndir
 · 
Mannlíf
 · 
Menningarefni
epa04396276 US actor Miles Teller arrives for the screening of 'The November Man' during the 40th annual Deauville American Film Festival, in Deauville, France, 11 September 2014. The movie is presented out of the official competition at the
 Mynd: EPA  -  RÚV

Baltasar bætir Teller við nýjustu mynd sína

Erlent
 · 
Innlent
 · 
Kvikmyndir
 · 
Mannlíf
 · 
Menningarefni
09.04.2017 - 15:24.Freyr Gígja Gunnarsson
Framleiðendur kvikmyndarinnar Adrift, sem Baltasar Kormákur leikstýrir, eru sagðir eiga í viðræðum við bandaríska leikarann Miles Teller um að leika annað aðalhlutverkanna í myndinni. Ef af verður yrði fimmta myndin sem Teller og aðalleikkonan Shailene Woodley leika saman í.

Þetta kemur fram á vef Hollywood Reporter.

Adrift er byggð á sannsögulegum atburðum og segir frá kærustuparinu Tami Oldham og Richard Sharp sem ætlaði að sigla 44 feta skútu frá Tahiti til San Diego árið 1983.

Á miðri leið lentu þau í fellibylnum Raymond - Sharp skipaði unnustu sinni að fara niður í káetu á meðan versta veðrið gekk yfir. Þar rotast Tami eftir þungt höfuðhögg og þegar hún rankar við sér er unnusti hennar horfinn og skútan mikið skemmd.

Teller og Shailene Woodley léku saman í Divergent-þríleiknum sem og kvikmyndinni Spectacular. Teller sló eftirminnilega í gegn í Óskarsverðlaunamyndinni Whiplash en þar lék  hann metnaðargjarnan trommuleikara í tónlistarskóla sem lendir í klóm harðstjórans Fletcher. 

 

Tengdar fréttir

Menningarefni

Næsta Hollywood-mynd Baltasars nánast í höfn