Ávarpar þjóðina í næstu viku

13.09.2017 - 12:28
epa06201620 (FILE) - Myanmar's State Counselor Aung San Suu Kyi talks to rural youth during her peace talk conference meeting with Myanmar rural youth at the Myanmar Convention Center - 2 in Naypyitaw, Myanmar, 11 April 2017 (reissued 13 September
Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar.  Mynd: EPA-EFE  -  EPA
Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, ætlar að ávarpa þjóð sína í næstu viku um atburðina í Rakhine-héraði. Talsmaður stjórnarinnar í Mjanmar greindi frá þessu í morgun og sagði að Suu Kyi myndi tala fyrir friði og þjóðarsátt í sjónvarpsávarpi 19. þessa mánaðar.

Fjöldi manna hefur fallið í átökum í Rakhine-héraði undanfarnar vikur og um 388.000 Rohingjar flúið yfir til Bangladess.

Tilkynnt var fyrr í morgun að Suu Kyi ætlaði ekki að sitja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna síðar í þessum mánuði vegna atburðanna í Rakhine og hryðjuverkja í landinu.

Suu Kyi hefur sætt vaxandi gagnrýni að undanförnu og sökuð um aðgerðarleysi í málefnum Rohingja.