Ástalski herinn fær aukið hlutverk

17.07.2017 - 08:22
epa06092120 Australian Prime Minister Malcolm Turnbull speaks to the media during a visit to Holsworthy Barracks in Sydney, New South Wales, Australia, 17 July 2017. The government of Prime Minister Malcolm Turnbull is looking to change 'call out&
Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu.  Mynd: EPA  -  AAP
Ástralski herinn fær aukin völd til að bregðast við hryðjuverkum samkvæmt nýju lagafrumvarpi. Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, greindi frá þessu í morgun.

Hann sagði frumvarpið miða að því að framkvæmdavaldið, her, lögregla og leyniþjónusta væru sem best í stakk búin til að tryggja öryggi landsmanna. Lögregla myndi sem fyrr bregðast við ef framin yrðu hryðjuverk, en lagabreytingar leyfðu henni að starfa nánar með hernum og hlutverk sérsveita yrði skilgreint nánar. Þannig gæti lögregla fyrr leitað aðstoðar hersins við lausn verkefna. 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV