Ása Músíktilrauna, Ray Davies og Rainbow

17.03.2017 - 18:49
Mynd með færslu
 Mynd: Rás 2
Gestur Fuzz í kvöld er Ása Hauksdóttir deildarstjóri menningamála í Hinu húsinu og framkvæmdastýra Músíktilrauna, en þær eru á næsta leiti.

 34 atriði af öllum gerðum tónlistar sóttu um. Það eru samanlagt 118 ungmenni sem taka þátt í ár á aldrinum 13-25 ára. Kynjaskiptingin er slík að 89 strákar taka þátt og 29 stelpur. En það er nýtt met í þátttöku stelpna í Músíktilraunum!!!  Hvorki meira en minna en 25% eða einn fjórði þátttakenda. Þátttaka stelpna á Músíktilraunum hefur sem betur fer aukist jafnt og þétt á síðustu árum en árið 2010 voru þær einungis 10% þátttakenda.

Ása mætir með uppáhalds rokkplötuna sína kl. 21.00 en síðasta þegar fréttist af henni var hún í mestu vandræðum með að velja bara eina. Við sjáum hvað setur.

Við fáum A+B með The Darkness.

Ray Davies úr Kinks kemur við sögu en hann var aðlaður í gær. Karl prins lagði sverð á axlir hans og sagði síðan; rise Sir Raymond. Ray Davies er einn af máttarstólpum rokksögunnar og við heyrum nokkur af hans „verkum“ í þættinum.

Joe Lynn Turner fyrrum söngvari Rainbow kemur líka við sögu en ég hitti hann og ræddi við hann í Færeyjum um síðustu helgi þar sem hann var kominn til að syngja og skemmta fólki. Hann var skítblankur músíkharkari, búsettur í New York árið 1980 þegar ídolið hans, gítarleikarinn Ritchie Blackmore sem hafði auðvitað verið í Deep Purple, hringdi og bauð honum að ganga til liðs við hljómsveitina Rainbow. Hann söng inn á þrjár plötur með Rainbow; Difficult to cure (1981), Straight between the eyes (1982) og Bent out of shape (1983). Við heyrum brot af spjallinu okkar og plata þáttarins að þessu sinni er fyrsta platan sem Joe söng á með Rainbow – Diffiuolt to cure.

Færeyskt rokk kemur líka við sögu og óskalagasíminn er svo 5687123 og hann er oftast opinn.

Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson og það gleður hann að segja frá því að allir þættirnir sem búið er að útvarpa eru komnir í Hlaðvarp RÚV og í Podcastið á I-tunes þar sem hægt er að gerast áskrifandi að þáttunum.

Óli er með netfangið olipalli@ruv.is - ef það er eitthvað..

Lagalistinn:
Mínus - The long face
Kinks - Victoria
The Byrds - So you want to be a rock´n roll star
The Jam - Going underground
Paul McCartney & Nirvana - Cut me some slack
Skálmöld - Kvaðning
200 - Anus reins
The Kinks - I´m not like anybody else
BALDVIN JÓNSSON Á LÍNUNNI UM RAY DAVIES OG THE KINKS Á ÍSLANDI 1965
The Kinks - I´m on an island
Neil Young & Crazy Horse - Cinnamon girl
Rainbow - Spotlight kid
JOE LYNN TURNER VIÐTAL
Rainbow - I surrender
Queen - Tie your mother down
SÍMATÍMI - ÓSKALÖG
The Kinks - 20th century man (óskalag)
GESTUR ÞÁTTARINS - ÁSA HAUKSDÓTTIR MEÐ UPPÁHDLAS ROKKPLÖTUNA
SÍNA

Marianne Faithful - Broken English
David Bowie - Scary monsters and super creeps
David Bowie - Ashes to Ashes
Rainbow - Since you been gone (óskalag)
Imperiet - Var e vargen
The Cult - She sells sanctuary (óskalag)
Slade - Rock´n roll prreacher (óskalag)
UM RAY DAVIES
The Kinks - You really got me