Arrested Development snýr aftur

17.05.2017 - 16:33
Mynd með færslu
 Mynd: Netflix
Fimmta þáttaröð gamanþáttanna ástsælu Arrested Development verður sýnd um heim allan á Netflix á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Netflix sendi frá sér fyrr í dag.

Allir aðalleikarar fyrri þáttaraða koma þar saman á ný, Jason Bateman, Michael Cera, Jeffrey Tambor, Jessica Walter, Will Arnett, Tony Hale, Portia de Rossi, David Cross, og Alia Shawkat. 

Þátturinn hóf fyrst göngu sína á sjónvarpsrásinni Fox árið 2003. Þrjár þáttaraðir voru sýndar áður en framleiðslu þeirra var hætt 2006 vegna lítils áhorfs, þrátt fyrir einróma lof gagnrýnenda og háværan grátkór ástríðufullra aðdáenda.

Netflix blés nýju lífi í þættina fyrir fjórum árum þegar fjórða þáttaröðin var framleidd og sýnd á streymiveitunni. Kvittur um fimmtu þáttaröðina kom upp fljótlega eftir það, en lítið marktækt frést þar til nú.

Mynd með færslu
Davíð Kjartan Gestsson
vefritstjórn