Aníta hleypur í kvöld klukkan 19:01

10.08.2017 - 13:00
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir hleypur í kvöld í undanriðlum í 800 metra hlaupi á HM í frjálsum íþróttum í London. Aníta freistar þess að komast í fyrsta sinn í undanúrslit á HM.

Aníta hleypur í fimmta riðli af sex en 48 keppendur er skráðir til leiks og komast þrír fyrstu keppendur í hverjum riðli áfram í undanúrslitin. Þar að auki komast þeir sex keppendur sem hafa bestan tíma þar á eftir áfram í undanúrslit en þau fara fram annað kvöld.

„Hún er skráð inn með 21. besta tímann. Ef það verða þrír undanúrslitariðlar eins og hjá körlunum, þá hef ég trú á því að Aníta komist í þau. Mér leist rosalega vel á Anítu í byrjun sumars, en varð fyrir smá vonbrigðum með það að hún skyldi ekki vinna gullið á EM 23 ára og yngri. Hún átti að vinna það bara eins og að drekka vatn. En árið í ár er klárlega hennar besta ár,“ segir Sigurbjörn Árni Arngrímsson sem lýsir HM í frjálsum frá London á RÚV.

Aníta keppir í undanrásunum klukkan 19.01 og hefst útsending á RÚV og RÚV klukkan 17.25.

Hlaup Anítu verður í beinni útsendingu, bæði á RÚV og RÚV 2. Sjónvarpsfréttir hefjast strax að hlaupi loknu.

Mynd með færslu
Kristjana Arnarsdóttir
íþróttafréttamaður