Aníta hársbreidd frá Íslandsmetinu

19.06.2017 - 09:07
Mynd með færslu
 Mynd: Jasper Buitink
Aníta Hinriksdóttir var einum hundraðasta úr sekúndu frá fjögurra daga gömlu Íslandsmeti sínu í 800 metra hlaupi á Demantamóti í frjálsum sem fram fór í Stokkhólmi í Svíþjóð í gær. Hún varð í 7. sæti á 2:00,06 mínútum.

Francine Niyonsaba frá Búrúndí, silfurverðlaunahafinn frá Ólympíuleikunum í fyrra kom fyrst í mark á 1:59,11 mínútum, Lovisa Lindh frá Svíþjóð varð önnur á 1:59,41 mínútum og Svisslendingurinn Selina Büchel varð þriðja á 1:59,66 mínútum.

Hér má sjá myndskeið frá hlaupinu.

Mynd með færslu
Hans Steinar Bjarnason
íþróttafréttamaður