„Aldrei komist út úr þessu miðaldaviðhorfi“

Brautryðjendur
 · 
Menningarefni

„Aldrei komist út úr þessu miðaldaviðhorfi“

Brautryðjendur
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
26.05.2017 - 20:36.Vefritstjórn.Brautryðjendur
Ingibjörg Björnsdóttir varð fyrsti skólastjóri Listdansskóla Þjóðleikhússins fyrir 40 árum síðan og stýrði honum svo styrkri hendi í tvo áratugi, og vann þannig mikið þrekvirki og brautryðjendastarf í þágu danslistarinnar á Íslandi.

Ingibjörg verður vör við mikla fordóma gagnvart dansinum, ekki síst gagnvart strákum í dansi. „Ungir piltar heyra það jafnvel frá sínum nánustu að ef þeir fari í ballet hljóti þeir að verða hommar. Þetta eru svo hræðilega forpokuð viðbrögð og þekkingarleysi að þær nær ekki nokkurri átt,“ segir Ingibjörg í viðtali við Evu Maríu Jónsdóttur. 

Ingibjörg segir of lítið fjallað um dans og ballett í fjölmiðlum og telur fyrirlitningu á danslistum liggja djúpt í menningunni, kirkjan hafi til dæmis alltaf haft horn í síðu dansins. „Það tíðkuðust söngdansar í gamla daga, þá voru vísurnar oft svolítið klæmnar, voru ekki nógu siðlegar. Líka þessi nánd kynjanna í dansinum, það hafði líka mikið að segja að þetta þótti ekki alveg nógu siðlegt. Það er svolítið eins og við höfum aldrei komist út úr þessu miðaldaviðhorfi.“

Ingibjörg hefur í nokkur ár unnið að því að skrifa sögu listdans á Íslandi og hún segir tilvist hans sem sjálfstæðs listforms á Íslandi sé stöðug barátta og það hafi alltaf verið tvísýnt um framtíð hans.

Í spilaranum að ofan má sjá brot úr fyrsta þætti Brautryðjenda sem er á dagskrá á RÚV á sunnudagskvöld klukkan 19:40. Í þáttunum ræðir Eva María Jónsdóttir við konur sem hafa rutt brautina á hinum ýmsu sviðum mannlífsins. Um dagskrárgerð sér Eiríkur Ingi Böðvarsson.

Tengdar fréttir

Leiklist

Íslenski dansflokkurinn á Listahátíð

Menningarefni

Brjóta niður staðalmyndir með ballettdansi