Ákærur vegna hryðjuverkanna í París

12.01.2017 - 08:50
Mynd með færslu
 Mynd: EPA
Yfirvöld í Belgíu hafa birt ákærur á hendur tveimur mönnum vegna tengsla við hryðjuverkin í París í nóvember 2015. Saksóknarar í Brussel greindu frá þessu í morgun.

Mennirnir eru sakaðir um að hafa útvegað Khalid El Bakraoui, einum árásarmanna, fölsuð skilríki sem notuð voru við undirbúning hryðjuverkanna í París. Bakraoui var einn sjálfsvígsárásarmanna í hryðjuverkunum í Brussel í mars á liðnu ári.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV