Áfrýjuðu ógildingu tilskipun um ferðabann

17.03.2017 - 21:23
epa05837767 Protesters rally outside the US Consulate in Martin Place in Sydney, Australia, 09 March 2017. The protest was calling on US President Donald J. Trump to end the revised Executive Order barring travel visas from six Muslim-majority countries,
Ferðabanni Bandaríkjastjórnar mótmælt í Sydney í Ástralíu fyrr í þessum mánuði.  Mynd: EPA  -  AAP
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna áfrýjaði í kvöld niðurstöðu dómstóls í Maryland sem ógilt hafði tilskipun stjórnvalda um bann við komu ferðafólks frá sex löndum, þar sem múslimar eru í meirihluta og tímabundið bann við komu flóttafólks. Alríkisdómstóll á Hawaii hafði einnig ógilt bannið á sömu forsendu og dómstóllinn í Maryland, - að með því væri brotið gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna þar sem í ferðabanninu fælist mismunun gegn múslimum.

Donald Trump Bandaríkjaforseti og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ræddu málefni flóttafólks á fundi sínum í Washington í dag. Trump sagðist á fundi með fréttamönnum að leiðtogafundinum loknum að hann væri þeirrar skoðunar að það væru forréttindi þegar land féllist á að taka við flóttamönnum, en ekki að það væru réttindi þeirra. Angela Merkel tjáði sig ekki um þessi orð Bandaríkjaforseta.

 

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV