Áform um ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk

08.07.2016 - 10:50
Vesturbyggð Patreksfjörður
Patreksfjörður Vesturbyggð þjónusta stofnanir Vesturbyggð Patreksfjörður
Patreksfjörður Vesturbyggð þjónusta stofnanir
 Mynd: Jóhannes Jónsson Jóhannes Jó
Vesturbyggð hefur keypt bíl til að þjónusta aldraða til og frá félagsstarfi og getur sá bíll einnig þjónusta fatlað fólk. Þetta segir Ásthildur Sturludóttir, sveitarstjóri í Vesturbyggð. Vonast er að bíllinn verði kominn fyrir haustið. Hún segir það ekki rétt mat réttindavaktar Velferðaráðuneytisins að sveitarfélagið hafi ekki brugðist við niðurstöðu úrskurðar félagsþjónstu- og húsnæðismála um að fella niður ákvörðun sveitarfélagsins um synjun á akstursþjónustu fyrir rúmlega áttræða konu.

Ásthildur segir í samtali við bb.is að sveitarfélagið hafa brugðist við með því að setja reglur um ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk og meta umsókn konunnar að nýju á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga. Hún er ósátt við að réttindavakt Velferðarráðneytisins hafi ekki kynnt sér til hlítar viðbrögð sveitarfélagsins. Þá bendir hún á að í úrskurðinum hafi ekki farið fram á að Vesturbyggð ætti að veita umrædda akstursþjónustu. 

Ásthildur segir skyldu sveitarfélags hvað varðar akstur vegna félagsstarfa sé bundin við að jafna aðstöðumun varðandi notkun á almenningssamgöngum. Skyldan er hins vegar ekki fyrir hendi þar sem engum almenningssamgöngum er til að dreifa. Hún bendir á að skyldur sveitarfélagsins felist í því að anna akstri í félagsstarf og sjúkraþjálfun sem sveitarfélagið leitast við að sinna.