Á fimmta hundruð handteknir í Kuala Lumpur

08.08.2017 - 07:58
epa05905318 Armed members of the Royal Malaysia Police (RMP) from the Special Task Force on Organised Crime (STAFOC) division secure the area of magistrates' court in Sepang, Malaysia, 13 April 2017. A man named Kim Chol, an alias used by Kim Jong
 Mynd: EPA
Lögregla í Malasíu hefur síðastliðinn sólarhring handtekið á fimmta hundrað manns í viðamiklum aðgerðum gegn hryðjuverkamönnum í höfuðborginni Kuala Lumpur. Flestir hinna handteknu eru frá Bangladess, Indlandi og Pakistan. Í aðgerðunum lagði lögregla hald á ýmsan búnað, svo sem tæki til að falsa vegabréf og malasísk innflytjendagögn. Nokkrir þeirra sem færðir voru til yfirheyrslu eru taldir hafa tengsl við vígasveitir í Sýrlandi og Írak.

Yfirvöld gripu til aðgerða gegn meintum hryðjuverkamönnum vegna Suðausturasíuleikanna sem hefjast í Kuala Lumpur í næstu viku.

 

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV