9 ríki og ESB reyna að fyrirbyggja rányrkju

15.03.2017 - 12:30
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Fulltrúar níu ríkja og Evrópusambandsins funda nú hér á landi um það hvernig megi koma í veg fyrir rányrkju á Norður-Íshafi þegar íshellan bráðnar og fiskur tekur að leita þangað. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir það ábyrga afstöðu að semja um nýtinguna áður en vandamál kunna að skapast. Ríkin níu eru auk Íslands - Bandaríkin, Danmörk, Noregur, Kanada, Rússland, Japan, Kína og Suður Kórea.

 

„Hér eru þjóðir að koma saman og eru að sýna að mínu áliti mjög mikla ábyrg því það er verið að finna samningsgrundvöll þannig að ef einhvern tímann það gerist, sem við vonum að verði ekki, að við munum sjá minn af ís á norðurskautinu og þar af leiðandi verði mögulegt að fara í fiskveiðar, þá verði það gert á grundvelli sjálfbærni og grunni vísindalegra rannsókna og þekkingar,“ segir Guðlaugur Þór.

Jóhann Sigurjónsson er formaður íslensku samninganefndarinnar. „Þetta er 5. lota samningaviðræðna um að koma í veg fyrir stjórnlausar veiðar á opnu úthafi á Norðurskauti eða Norður-Íshafinu. Þar eru stór svæði að opnast, ís að hverfa, og hugsanlega töluverðir fiskmöguleikar í framtíðinni og hér eru 9 ríki saman komin ásamt Evrópusambandinu sem eru að reyna að gera samkomulag um það hvernig verði komið í veg fyrir rányrkju þegar aðstæður gefa tilefni til veiða,“ segir Jóhann.