578 ljós sett upp í Norðfjarðargöngum

06.09.2017 - 16:17
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson  -  RÚV
Það er farið að birta til í Norðfjarðjargöngum en þar eru rafvirkjar eru farnir að kveikja á ljósum. Alls verða 578 ljós sett upp í göngunum en fimmtungur þeirra eru sérstök dagsbirtuljós til að aðlaga sjón ökumanna.

56 ljós hafa þegar verið sett upp í útskotum og á næstu dögum hefst uppsetning á sjálfri veglýsingunni. Samkvæmt upplýsingum frá Rafmönnum, sem sjá um raflagnir í Norðfjarðargöngum, er veglýsingin tæplega 400 ljós sem dreifast á sjö kílómetra löng göngin. Þar til viðbótar verða sett upp sérstök dagsbirtuljós; 126 talsins innan við gangamunnana. Þau eiga að milda birtubreytingar þannig að ökumenn verði ekki náttblindir þegar þeir aka inn í göngin eða fái ofbirtu í augun þegar þeir aka út.

Slík daglýsing er í öðrum göngum en samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni verður aðlögunin í Norðfjarðargöngum meiri en áður hefur þekkst. Í lýsinguna eru notaðar led-perur sem eyða mun minna rafmagni en glóperur. Norðfjarðargöng og göngin á Bakka við Húsavík eru fyrstu göngin hér á landi með slíkri lýsingu. Stefnt er að því að opna Norðfjarðargöng í lok októb

 

Mynd með færslu
Rúnar Snær Reynisson
Fréttastofa RÚV