49 dánir í flóðum í Nepal

14.08.2017 - 00:15
Erlent · Hamfarir · Asía · Nepal · Veður
epa06139450 A man tries to cross flood water at Topa village in Saptari district, Nepal, 12 August 2017. According to media reports, nearly 18 people have died and thousands have been affected by floods as the Department of Hydrology and Meteorology
 Mynd: EPA
epa06139448 A woman with child (L) sits in their home surrounded by flood water at Topa village in Saptari district, Nepal, 12 August 2017. According to media reports, nearly 18 people have died and thousands have been affected by floods as the Department
 Mynd: EPA
epaselect epa06139452 A man carries his cattle on his shoulder as he moves to safer ground at Topa village in Saptari district, Nepal, 12 August 2017. According to media reports, nearly 18 people have died and thousands have been affected by floods as the
 Mynd: EPA
Minnst 49 hafa dáið í flóðum og aurskriðum í Nepal síðustu daga. Sautján er saknað og tugir hafa slasast í hamförunum, sem hafa hrakið þúsundir fjölskyldna frá heimilum sínum vítt og breitt um landið. Ausandi, uppstyttulaus rigning hefur dunið á landinu að undanförnu, þar sem monsúntímabilið stendur nú sem hæst. Þetta hefur valdið gríðarmiklum vatnavöxtum, asaflóðum og aurskriðum.

Það eykur enn á vandann að ám hefur víða verið veitt í manngerða farvegi, sem ekki ráða við jafn hraðan og mikinn vöxt og nú er í þeim.

Innanrikisráðuneytið í Nepal upplýsir að 21 hérað hafi orðið verulega illa úti í hamförunum. Nær 36.000 heimili eru umflotin, yfir 1.000 hús eru illa skemmd af völdum flóða og skriðufalla og nær 400 húsdýr hafa drepist, svo vitað sé.

Fjöldi bæja í Tarai-héraði í austurhluta landsins eru meira og minna undir vatni og samgöngur eru víða úr skorðum. Nepalska ríkisstjórnin hittist á neyðarfundi í gær þar sem farið var yfir stöðuna. Sher Bahadur Deuba, forsætisráðherra, gaf í framhaldinu út fyrirskipun um stóraukið björgunar- og hjálparstarf á hamfarasvæðunum.    
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV