450 milljónir í ljósleiðara

01.03.2017 - 07:27
Mynd með færslu
 Mynd: stjr.  -  stjr.
Fulltrúar fjarskiptasjóðs og 24 sveitarfélaga skrifuðu í gær undir samninga um styrki sjóðsins til sveitarfélaganna vegna ljósleiðaravæðingar í tengslum við landsátakið Ísland ljóstengt.

Samtals fá sveitarfélögin 450 milljónir króna í styrki, allt frá 1,5 milljónum króna upp í 63 milljónir. Auk styrkja þá leggja sveitarfélögin að lágmarki 350 þúsund krónur af mörkum vegna hverrar tengingar. Í mörgum tilfellum er þörf á tölvuvert hærra framlagi heimamanna. Fjarskiptafyrirtæki munu greiða eða reka slík kerfi fyrir þau sveitafélög sem vilja ekki eignast eða reka kerfi sjálf. 

Átakið Ísland ljóstengt hófst í fyrra. Þá bauð Fjarskiptasjóður fjórtán sveitarfélögum að sækja um styrk úr 450 milljón króna potti til að leggja ljósleiðara í viðkomandi byggðarlag, í ár var aftur boðinn 450 milljón króna pottur. Talið er að þegar búið verði að ljósleiðatengja þessa staði þá verði eftir í kringum 1600 ótengdir staðir. 

Á meðfylgjandi mynd má sjá þau Guðný H. Ívarsdóttur, sveitarstjóra Kjósárhrepps, Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Haraldur Benediktsson, formaður fjarskiptasjóðs. 

Hér fyrir neðan má sjá hvaða sveitarfélög fengu styrk og hvað mikið:

Akraneskaupstaður:   2.936.250 kr.
Breiðdalshreppur:    19.350.000 kr.
Dalabyggð: 8.680.000 kr.
Djúpavogshreppur: 8.474.661 kr.
Fjarðabyggð: 9.280.079 kr.
Fljótsdalshérað: 2.895.260 kr.
Grindavíkurbær: 10.000.000 kr.
Grundarfjarðarbær: 15.468.559 kr.
Hrunamannahreppur: 24.860.000 kr.
Kjósarhreppur: 25.000.000 kr.
Langanesbyggð:  6.000.000 kr.
Rangárþing eystra: 62.750.000 kr.
Rangárþing ytra: 16.920.000 kr.
Reykhólahreppur: 19.000.000 kr.
Skaftárhreppur:  9.075.000 kr.
Skorradalshreppur og Borgarbyggð: 16.417.191 kr.
Snæfellsbær: 46.498.000 kr.
Strandabyggð: 11.000.000 kr.
Sveitarfélagið Hornafjörður: 26.395.000 kr.
Sveitarfélagið Skagafjörður: 53.510.980 kr.
Sveitarfélagið Skagaströnd: 1.489.020 kr.
Vopnafjarðarhreppur: 25.000.000 kr.
Þingeyjarsveit: 29.000.000 kr.

Samtals:  450.000.000 kr.

 

 

Mynd með færslu
Viktoría Hermannsdóttir
dagskrárgerðarmaður