400 pönnukökur á dag í Hlíðarenda

06.03.2017 - 09:37
Landinn · Matur · Suðurland · Mannlíf
Það er kvekt undir pönnunni klukkan átta á hverjum morgni í söluskálanum Hlíðarenda á Hvolsvelli, það er pönnukökupönnunni. Og ekki bara einni því pönnukökumeistararnir á Hlíðarenda baka á allt að sjö pönnum í einu þannig að það er handagangur í öskjunni.

„Þetta er ekkert stórmál. Aðalmálið er að stoppa aldrei, það passar að þegar búið er að taka af einni pönnu og setja deig á hana aftur þá er tilbúið á þeiri næstu,“ segir Rúna Björg Jónsdóttir pönnukökumeistari á Hlíðarenda. 

Þegar búið er að baka morgunskammtinn, sem telur um eða yfir 400 pönnukökur þá er að strá á þær sykri og rúlla þeim upp. Í seinni tíð er þó hluti af pönnsunum sem er borinn fram án sykurs því þeim fjölgar sífellt sem vilja sleppa sykrinum en samt fá sínar pönnukökur.

Landinn fylgdist með pönnukökubakstrinum á Hlíðarenda. Þáttinn í heild er hægt að sjá hér. 

Mynd með færslu
Gísli Einarsson
Landinn