24 íbúða blokk fyrir starfsmenn Bláa lónsins

11.04.2017 - 06:42
Mynd með færslu
Myndin er úr safni.  Mynd: Ben Andreas Harding  -  flickr.com
Bláa lónið hefur samið um kaup á 24 íbúða blokk í Grindavík fyrir starfsmenn fyrirtækisins. Framkvæmdir við blokkina eru á byrjunarstigi og ráðgert að slegið verði upp fyrir sökklum í maí. Íbúðir í húsinu verða 70-90 fermetrar.

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu og á Mbl.is í dag. Þar kemur fram að nokkuð sé um það í Grindavík að fyrirtæki útvegi starfsfólki húsnæði. Í síðustu viku var greint frá áformum IKEA um að reisa 36 íbúða blokk í Urriðaholti, að mestu fyrir starfsmenn fyrirtækisins. Áætlað er að sú blokk verði fullbúin seinni part næsta árs.

Kári Gylfason
Fréttastofa RÚV