15 metra pútt lagði grunninn að sigrinum

20.03.2017 - 10:53
Marc Leishman, of Australia, poses with his family, while holding the championship trophy after winning the Arnold Palmer Invitational golf tournament in Orlando, Fla., Sunday, March 19, 2017. With Leishman are sons, Harvey, 5, left, and Oliver, 3, and
„Af hverju vinnurðu aldrei bikar pabbi?“ hefur Harvey, 5 ára sonur Marcs, spurt föður sinn reglulega undanfarið ár að sögn móður hans. Nú er bikarinn loksins kominn.  Mynd: AP
Ástralinn Marc Leishman sem er 33 ára hafði beðið í nærri 5 ár frá sínum eina sigri á PGA mótaröðinni í golfi þegar hann fagnaði naumum sigri á Arnold Palmer boðsmótinu í gærkvöld. Rúmlega 15 metra pútt fyrir erni á sextándu holu lagði grunninn að sigrinum.

Leishman var einu höggi á eftir efsta manni áður en hann púttaði og þegar boltinn fór ofan í náði hann eins höggs forystu sem var munurinn í lokin. Leishman lék hringina fjóra á 11 höggum undir pari en einu höggi á eftir urðu Bandaríkjamennirnir Kevin Isner og Charley Hoffman. Norður Írinn Rory McIlroy og Englendingurinn Tyrell Hatton urðu í 4.-5. sæti á 9 höggum undir pari.

Leishman er í 32. sæti á heimslistanum og með sigrinum í gær fór hann upp í 11. sæti á peningalista PGA mótaraðarinnar.

Þetta er fyrsta Arnold Palmer boðsmótið eftir andlát goðsagnarinnar Palmers í haust.

Mynd með færslu
Hans Steinar Bjarnason
íþróttafréttamaður