1300 fengu í magann á stúdentamóti 1975

11.08.2017 - 10:49
Hrá kjúklingalæri.
 Mynd: sanja gjenero  -  RGBStock
Svæsnar magapestir hafa áður stungið sér niður á fjöldasamkomum, fundum og mannfögnuðum hér á landi. Skemmst er að minnast brúðkaupsveislu í Sandgerði í júlí í fyrra sem fór í vaskinn vegna matareitrunar.

Kjúklingakássa sökudólgurinn

Lambakjöt hafði ekki verið meðhöndlað með fullnægjandi hætt af veisluþjónustu og því fór sem fór. Stærsta matareitrunartilfellið hér á landi varð á alþjóðlegu móti kristilegra stúdentasamtaka í ágúst 1975. Það var haldið í Laugardalshöll og fengu 1300 þátttakendur í magann. 47 manns voru fluttir á sjúkrahús en enginn veiktist mjög alvarlega. Talið var að kvöldmaturinn í Laugardalshöll, kjúklingakássa sem framreidd var af eldhúsi úti í bæ, hefði valdið kveisunni.