Fótbolti

Breiðablik skoraði sex á móti KR

Tveir leikir fóru fram í sjöttu umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Landsliðskonurnar voru í aðalhlutverki á Kópavogsvelli.
24.05.2017 - 22:16

Manchester United vann Evrópudeildina

Manchester United er Evrópudeildarmeistari eftir 2-0 sigur á hollenska stórliðinu Ajax en leikurinn fór fram í Stokkhólmi nú í kvöld.
24.05.2017 - 20:46

Hætta við eftir hryðjuverkin í Manchester

Englandsmeistarar Chelsea tilkynntu í dag að ekkert yrði úr sigurhátíð félagsins um helgina líkt og til stóð. Í tilkynningu frá félaginu segir að slíkur fagnaður væri óviðeigandi í ljósi hryðjuverkanna sem framin voru á mánudagskvöld.
24.05.2017 - 18:00

Logi ráðinn þjálfari Víkings

Logi Ólafsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Víkingi í Reykjavík. Þetta staðfesti knattspyrnudeild Víkings í fréttatilkynningu í dag. Logi fyllir skarð Milosar Milojevic sem lét af störfum í síðustu viku og var í...
24.05.2017 - 14:30

Stórleikur í 16 liða úrslitum

Stórleikur 16 liða úrslita bikarkeppni kvenna í knattspyrnu verður viðureign bikarmeistara Breiðabliks og Þórs/KA. Dregið var í hádeginu. Þór/KA er með fullt hús stiga á toppi Pepsídeildarinnar, þremur stigum ofar en Breiðablik sem er í 3. sæti.
24.05.2017 - 12:28

Logi Ólafsson í viðræðum við Víking

Knattspyrnuþjálfarinn Logi Ólafsson á í viðræðum við Víking í Reykjavík um að verða næsti þjálfari liðsins í úrvalsdeild karla. Víkingur leitar að eftirmanni Milosar Milojevic sem lét af störfum í síðustu viku.
24.05.2017 - 11:39

Marta og Thaisa í landsliðshópi Brasilíu

Stórstjarnan Marta er í landsliðshópi Brasilíu sem mætir Íslandi í vináttulandsleik á Laugardalsvelli 13. júní. Í brasilíska landsliðinu er einnig Thaisa sem spilar með Grindavík í Pepsídeild kvenna.
24.05.2017 - 10:25

Stöðvaði sókn með því að toga í hár mótherja

Sjaldséð atvik varð í leik Fjölnis og Keflavíkur í 2. umferð bikarkeppni kvenna í knattspyrnu í gærkvöld. Hlín Heiðarsdóttir leikmaður Fjölnis stöðvaði sókn Keflavíkur á 9. mínútu með því að toga í hár Anítu Lindar Daníelsdóttur og fékk gult spjald...
24.05.2017 - 09:58

Sam Allardyce hættur knattspyrnuþjálfun

Sam Allardyce, sem tók við sem knattspyrnustjóri Crystal Palace í desember, er hættur með liðið. Hann kveðst alfarið hættur knattspyrnuþjálfun.
23.05.2017 - 22:19

Fjölnir sló Keflavík út eftir vítaspyrnukeppni

Fimm leikir fóru fram í 2. umferð bikarkeppni kvenna í fótbolta í kvöld. Vítaspyrnukeppni þurfti í Grafarvogi til að knýja fram úrslit.
23.05.2017 - 22:05

„Gylfi er leikmaður í hæsta gæðaflokki“

Finnski knattspyrnukappinn Sami Hyypia, sem lék með Liverpool í áratug, verður heiðursgestur á árshátíð Liverpool klúbbsins á morgun. RÚV hitti á Hyypia í húsakynnum KSÍ í dag þar sem rætt var meðal annars um Gylfa Sigurðsson, Liverpool og íslenska...
23.05.2017 - 21:00

Milos: „Ég hef alls ekki logið að Víkingum“

„Ég hef alls ekki logið að Víkingum og þetta eru hörð orð sem viðkomandi aðili þarf að standa á bakvið,“ segir Milos Milojevic við RÚV í dag, um ummæli sem Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, lét falla um Milos við Vísi í dag.
23.05.2017 - 15:01

Fjölskylda Guardiola á meðal tónleikagesta

Fjölskylda Spánverjans Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, var á meðal gesta á tónleikum Ariönu Grande í gærkvöld. Cristina Serra, eiginkona Guardiola, fór með tvær dætur þeirra, Maríu og Valentinu, á tónleikana en þau sakaði ekki.
23.05.2017 - 14:21

„Milos er ægilega lyginn í þessu öllu saman“

Framkvæmdastjóri Víkings, Haraldur Haraldsson, vandar Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfara liðsins, ekki kveðjurnar í samtali við Vísi í dag.
23.05.2017 - 13:44

Fjölmiðlafundi Manchester United aflýst

Fjölmiðlafundi Manchester United fyrir úrslitaleik Evrópudeildarinnar hefur verið aflýst vegna hryðjuverksins í Manchester í gærkvöld.
23.05.2017 - 11:04