Fótbolti

„Gylfi er ómetanlegur“

„Það er erfitt að áætla hvert virði Gylfa er á leikmannamarkaðinum í dag en hann er ómetanlegur fyrir okkur,“ sagði Huw Jenkins, stjórnarformaður Swansea City, um landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson, einn besta leikmann Swansea síðustu ára.
29.06.2017 - 13:18

Tilboð Twente í Aron þótti of lágt

Hollenska félagið Twente hefur sýnt sóknarmanninum Aroni Sigurðarsyni, sem leikur með Tromsö í norsku úrvalsdeildinni, mikinn áhuga undanfarið. Samkvæmt frétt norska Aftenposten átti Twente að hafa boðið um eina milljón norskra króna í framherjann....
29.06.2017 - 12:08

Leiðin á EM: Þetta var leynimarkmið

Landsliðskonan Harpa Þorsteinsdóttir er í leikmannahópi Íslands á EM í Hollandi sem hefst þann 16. júlí. Í lok síðasta sumars bárust fregnir af því að Harpa væri barnshafandi og eignaðist hún dreng í lok febrúar, aðeins nokkrum mánuðum fyrir...
29.06.2017 - 10:34

Michael Præst líklega ekki meira með

Danski miðjumaðurinn Michael Præst verður að öllum líkindum ekki meira með KR-ingum á leiktíðinni.
29.06.2017 - 08:21

Claudio Bravo hetja Síle

Portúgal og Síle mættust í undanúrslitum Álfukeppninnar í kvöld.
28.06.2017 - 22:42

Grindavík vann botnslaginn

Grindavík og Fylkir mættust í Pepsi deild kvenna í sannkölluðum sex stiga leik. Fylkir hafði ekki unnið deildarleik síðan þær unnu Grindavík í fyrstu umferð mótsins og Grindavík hafði ekki hrósað sigri í fimm deildarleikjum í röð.

Leiðin á EM: Þurfa ekki að loka inn á klósett

Landsliðskonurnar Fanndís Friðriksdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir eru herbergisfélagar í landsliðsferðum. Í öðrum þætti af Leiðinni á EM sem sýndur var á RÚV í gær var litið inn til Fanndísar og Hallberu og ljóst að þær stöllur skemmta sér afar...
28.06.2017 - 15:14

María Þórisdóttir í lokahóp Noregs á EM

María Þórisdóttir er í landsliðshóp Noregs sem fer á Evrópumótið í Hollandi í næsta mánuði. María, sem er dóttir Þóris Hergeirssonar, þjálfara norska kvennalandsliðsins í handbolta, hefur lengi glímt við þrálát meiðsli en nú komin á skrið og er í...
28.06.2017 - 13:00

Dani Alves kveður Juventus

Brasilíski landsliðsmaðurinn Dani Alves hefur nú staðfest að hann sé á leið frá ítölsku meisturunum í Juventus.
28.06.2017 - 09:48

Stórsigrar hjá Stjörnunni og Breiðablik

Í kvöld fóru fram fjórir leikir í Pepsi deild kvenna. ÍBV vann góðan sigur í Vesturbænum. Valur og Þór/KA gerðu jafntefli á Hlíðarenda. Stjarnan pakkaði Haukum saman í Garðabænum og Breiðablik vann FH sannfærandi. Níundu umferðinni lýkur á morgun...

„Er fyrirmyndin mín þrátt fyrir fangelsisvist“

„Það vita margir af þessu. Hann heitir náttúrulega Tindur sem er nafn sem er auðvelt að muna. En við erum alls ekkert feimin að tala um þetta í fjölskyldunni. Ég vil frekar að fólk komi upp að mér og spyrji bara út í þetta,“ segir Gunnhildur Yrsa...
27.06.2017 - 19:45

Eitt ár liðið frá sigrinum á Englandi í Nice

Í dag er eitt ár liðið frá því að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann eitt mesta afrek í íslenskri íþróttasögu með því að vinna England í 16-liða úrslitum Evrópumótsins. Þúsundir Íslendingar mættu á leikinn í Nice á frönsku rivíerunni en...
27.06.2017 - 10:41

Dóttir FIFA-fulltrúa fékk 212 milljónir

Forráðamenn knattspyrnusambands Katar millifærðu 212 milljónir inn á reikning 10 ára dóttur fulltrúa frá FIFA í tengslum við umsókn um að halda heimsmeistaramót karla í knattspyrnu 2022. Katar fékk mótið en málið er eitt af fjölmörgum sem tengjast...
27.06.2017 - 09:57

Víkingar enn taplausir undir stjórn Loga

Tveir leikir fóru fram í úrvalsdeild karla í knattspyrnu í kvöld. Víkingsliðin í deildinni mættust í Fossvoginum á meðan Breiðablik fékk Grindvíkinga í heimsókn.
26.06.2017 - 22:48

Fara nýliðar Grindavíkur á toppinn í kvöld?

Níundu umferð Pepsí-deildar karla í knattspyrnu lýkur í kvöld með tveimur leikjum. Víkingaslagur verður í Fossvogi þar sem Víkingur tekur á móti Víkingi Ólafsvík klukkan 19:15. Reykjavíkurvíkingar hafa ekki tapað leik eftir að Logi Ólafsson tók við...
26.06.2017 - 15:54