Fótbolti

Dramatík á Hlíðarenda - Rakel með fernu

Tveir leikir fóru fram í Pepsi deild kvenna í kvöld. Botnlið Hauka var engin fyrirstaða fyrir Breiðablik er liðin mættust á Kópavogsvelli. Valur lenti hins vegar í erfiðleikum með Fylki þegar liðin mættust á Valsvellinum.
23.08.2017 - 21:20

Liverpool í Meistaradeildina

Enska knattspyrnuliðið Liverpool vann í kvöld þýska liðið Hoffenheim í undankeppni Meistaradeildar Evrópu 4-2. Leikið var á Anfield, heimavelli Liverpool, en áður höfðu liðin mæst í Þýskalandi þar sem Liverpool vann 2-1 og fer liðið því áfram...
23.08.2017 - 20:29

Wayne Rooney hættur í enska landsliðinu

Wayne Rooney, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Englands í fótbolta, hefur lagt landsliðsskóna á hilluna. Rooney gaf ekki kost á sér þegar Gareth Southgate landsliðsþjálfari ætlaði að velja hann í enska landsliðshópinn fyrir leikina gegn Slóveníu og...
23.08.2017 - 12:20

Bikarúrslitaleikur kvenna færður til

Úrslitaleikur Stjörnunnar og ÍBV í bikarkeppni kvenna í fótbolta hefur verið færður frá föstudeginum 8. september til laugardagsins níunda. KSÍ ákvað þetta til að auðvelda stuðningsmönnum ÍBV að mæta á leikinn.
23.08.2017 - 11:43

Ísland mætir Tyrkjum á nýjum leikvangi

Tyrkneska knattspyrnusambandið hefur staðfest að heimaleikur Tyrklands gegn Íslandi í undankeppni HM karla í fótbolta verði leikinn á New Eskisehir leikvanginum í borginni Eskisehir. Leikurinn verður föstudaginn 6. október, einmitt um einu ári eftir...
23.08.2017 - 11:06

50 ár frá 14-2: „Spiluðu vörnina upp í stúku“

„Íslenzka landsliðið var leikið sundur og saman af hrattleikandi dönsku landsliði, sem gersigraði með fjórtán mörkum gegn tveim.“ Svona hófst umfjöllun Morgunblaðsins um landsleik Danmerkur og Íslands í fótbolta á Idrætsparken daginn eftir leikinn....
23.08.2017 - 07:50

Barcelona býður enn á ný í Coutinho

Sagan endalausa heldur áfram en Barcelona hefur enn á ný boðið í Philippe Coutinho, leikmann Liverpool. Að þessu sinni hljóðar tilboðið upp á 134 milljónir punda sem myndi gera Coutinho að lang næstdýrasta knattspyrnumanni sögunnar.
23.08.2017 - 00:30

Birkir skoraði - Axel spilaði sinn fyrsta leik

Í kvöld fór önnur umferð enska deildarbikarsins í knattspyrnu fram. Þar voru nokkrir Íslendingar í eldlínunni. Hinn 19 ára gamli Axel Óskar Andrésson var í fyrsta sinn í byrjunarliði Reading í kvöld á meðan Birkir Bjarnason nýtti tækifæri í...
22.08.2017 - 21:10

Freyr: „Aðaláherslan á að tryggja umspilssæti“

Nú er innan við mánuður í að undakeppni heimsmeistaramóts kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Frakklandi fari af stað en Ísland mæti Færeyjum þann 18. september á Laugardalsvelli. Þjálfari landsliðsins var í stuttu spjalli við RÚV fyrr í dag og...
22.08.2017 - 20:45

Ekkert virðist geta stöðvað Þór/KA

Þór/KA stefnir hraðbyri að sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli síðan árið 2012 en á meðan liðið vinnur sína leiki þá hiksta mótherjarnir. Í kvöld vann liðið öruggan 3-0 sigur á KR á Akureyri á meðan ÍBV gerði 1-1 jafntefli við FH í Hafnafirði.

Barcelona fer í mál við Neymar

Spænski knattspyrnurisinn Barcelona ætlar sér að fara í hart við hinn brasilíska Neymar vegna þess sem félagið telur vera brot á samningi. Eins og flestir knattspyrnuáhugamenn vita þá fór Neymar til franska félagsins Paris Saint-Germain á dögunum...
22.08.2017 - 17:39

Níu marka sigur Stjörnunnar

Stjarnan burstaði KÍ frá Klaksvík, færeysku meistarana í fótbolta þegar liðin mættust í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Stjörnukonur unnu Klaksvík 9-0.
22.08.2017 - 17:06

Stjarnan hefur leik í Meistaradeildinni í dag

Stjarnan hefur í dag leik í forkeppni Meistaradeildar kvenna í fótbolta í Evrópu. Stjarnan sem varð Íslandsmeistari í fyrra er í riðli með króatísku meisturunum í ZNK Osijek, færeysku meisturnum í liði KÍ Klakksvíkur og ZFK Istanov sem er...
22.08.2017 - 10:20

Pepsi: Einar Karl hetja Vals - Stjarnan vann

Tveir leikir fóru fram í Pepsi deild karla í kvöld. Valur fékk Grindavík í heimsókn á Hlíðarenda. Einar Karl Ingvarsson gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö glæsileg mörk fyrir Val í 2-0 sigri þeirra á Grindavík. Í Garðabænum var boðið upp á...
21.08.2017 - 21:45

Gylfi kom af bekknum gegn Manchester City

Manchester City fékk Everton í heimsókn í síðasta leik annarar umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Var þetta fyrsti leikur Gylfa Þórs Sigurðssonar fyrir Everton en hann byrjaði á varamannabekknum. Gylfa var skipt inn á völlinn á 61. mínútu....
21.08.2017 - 21:32