Fótbolti

FH vann en Hendrickx vill fara frá félaginu

FH vann í dag gífurlega mikilvægan sigur í Pepsi deild karla á ÍBV í Vestmannaeyjum nú fyrr í dag. Sigurmarkið var vægast sagt umdeilt en það skoraði hinn skoski Steven Lennon. Eftir leik kemur í ljós að hinn belgíski hægri bakvörður FH, Jonathan...
25.06.2017 - 20:55

Íslendingar á skotskónum - Norski boltinn

Bæði Aron Sigurðarson og Matthías Vilhjálmsson skoruðu fyrir sín lið í norsku úrvalsdeildinni í dag. Einnig voru þeir Ingvar Jónsson, Aron Elís Þrándarson og Daníel Leó Grétarsson í eldlínunni.
25.06.2017 - 19:08

Portúgal mætir Síle - Þýskaland mætir Mexíkó

B-riðli Álfukeppninnar var að ljúka nú rétt i þessu en þar unnu Þjóðverjar þægilegan 3-1 sigur á Kamerún en á sama tíma gerðu Síle og Ástralía 1-1 jafntefli. Þýðir það að Þýskaland fer með sigur af hólmi í B-riðli og mætir Mexíkó í undanúrslitum á...
25.06.2017 - 17:02

FH þarf sigur í Eyjum

FH mætir ÍBV í Pepsi deild karla klukkan 17:00 í dag. Íslandsmeistarar FH þurfa nauðsynlega á sigri að halda en þeir eru níu stigum á eftir toppliði Vals fyrir leikinn. Í gær fóru fram þrír leikir í Pepsi deildinni, KR gerði góða ferð til Akureyrar...
25.06.2017 - 14:59

Portúgal vann A-riðil Álfukeppninnar

Portúgal vann Nýja-Sjáland 4-0 í lokaleik A-riðils í dag. Rússar töpuðu á sama tíma 2-1 gegn Mexíkó og eru heimamenn þar með úr leik í Álfukeppninni.
24.06.2017 - 19:52

Stjarnan fyrsta liðið til að vinna Þór/KA

Fjórir leikir fóru fram í bikarkeppni kvenna í knattspyrnu í kvöld. Stórleikurinn fór fram í Garðabæ þegar Stjarnan tók á móti Þór/KA
23.06.2017 - 21:17

Ísland niður um eitt sæti á styrkleikalistanum

Íslenska kvennalandsliðið fellur niður um eitt sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, sem gefinn var út í morgun.
23.06.2017 - 10:09

Ísland selt flesta miða á Evrópumótið

Það stefnir í að stuðningsmenn Íslands geti orðið allt að 25% áhorfenda á þeim leikvöngunum Evrópumótsins sem Ísland keppir á. Leikvangarnir taka á bilinu 12-14 þúsund áhorfendur.
22.06.2017 - 21:25

Salah seldur til Liverpool

Knattspyrnufélagið Liverpool hefur staðfest kaupin á Mohamed Salah en hann kemur frá ítalska félaginu Roma. Hann kostar Liverpool 39 milljónir punda en aðdáendur enska boltans muna ef til vill eftir honum hjá Chelsea fyrir nokkrum árum síðan.
22.06.2017 - 21:04

Jafntefli í leikjum dagsins - Álfukeppnin

Leikið var í B-riðli Álfukeppninnar í dag en báðum leikjum dagsins lauk með 1-1 jafntefli. Fyrri leikur dagsins var á milli Kamerún og Ástralíu en sá síðari á milli Þýskalands og Síle.
22.06.2017 - 20:33

Freyr um valið á hópnum - Myndband

Í dag tilkynni Freyr Alexandersson, þjálfari A-landsliðs kvenna, hvaða 23 leikmenn munu fara á Evrópumótið í Hollandi í sumar fyrir Íslands hönd.
22.06.2017 - 20:02

Heimir Hallgrímsson fer með stelpunum á EM

Heimir Hallgrímsson, þjálfari A-landsliðs karla í knattspyrnu, fer með íslensku stelpunum á Evrópumótið sem fram fer í Hollandi í júlí. Heimir er hluti af 18 manna teymi sem Knattspyrnusamband Íslands sendir á mótið en mun hann starfa sem...
22.06.2017 - 17:39

Þessar fara til Hollands - EM hópurinn klár

Freyr Alexandersson kynnti í dag 23 manna hóp leikmanna sem fer á EM í Hollandi í næsta mánuði. Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir er í leikmannahópnum.
22.06.2017 - 13:57

Freyr tilkynnir EM-hópinn í dag

Mikil spenna er fyrir fjölmiðlafundi íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu klukkan 13:15 í dag en þá tilkynnir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, 23-manna lokahóp fyrir Evrópumót kvenna í knattspyrnu sem hefst í Hollandi 16. júlí.
22.06.2017 - 09:54

Perez um skattamál Ronaldo - Myndband

Florentino Perez, sem var endurkjörinn forseti Real Madrid í fyrradag, hefur loks tjáð sig um fréttaflutning þess efnis að Cristiano Ronaldo sé á förum frá félaginu. Ronaldo er sagur vilja fara frá Spáni eftir að hann var kærður fyrir skattsvik.
21.06.2017 - 20:46