Frambjóðendur til embættis forseta Íslands 2012

Hægt er að smella á myndir af frambjóðendunum til að sjá upplýsinga um þá, lífshlaup þeirra og stefnumál. Upplýsingarnar og textinn eru frá frambjóðendunum sjálfum.

Frambjóðendur til embættis forseta þurfa að hafa náð 35 ára aldri, og fullnægja skilyrðum kosningarréttar til Alþingis. Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1500 kosningarbærra manna og mest 3000.

Framboðum til forsetakjörs skal skila til innanríkisráðuneytisins fyrir miðnætti föstudaginn 25. maí. Framboðunum skal fylgja samþykki forsetaefnis, nægilegur fjöldi meðmælenda sem vottaður skal af viðkomandi yfirkjörstjórn um að meðmælendurnir séu kosningarbærir.

Kjörtímabil forseta Íslands rennur út 31. júlí. Gengið verður til kosninga fyrir næsta kjörtímabil laugardaginn 30. júní.