Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Fjörskyldan - Vertu með!

Fjörskyldan er nýr þrauta- og skemmtiþáttur í umsjón Jóns Jónssonar tónlistarmanns sem sýndur verður á RÚV í vetur.  Upptökur hefjast í byrjun október. Í þættinum munu fjölskyldur etja kappi hver við aðra í allskonar þrauta og spurningakeppni þar sem reynir á hugvit, snerpu, húmor og skemmtilegheit.

Við skilgreinum orðið “fjölskylda” mjög frjálslega, en hugmyndin er að börn (12 ára og eldri), foreldrar, skyldmenni eða vinir myndi eitt 4 manna lið sem þarf að leysa ýmisskonar verkefni í góðri samvinnu.  Liðin mega því vera samsett á allskonar máta með pöbbum, mömmum, börnum, frændum, frænkum, öfum, ömmum, vinum og vinkonum og jafnvel foreldrum þeirra! 

Við setjum aðeins tvö skilyrði:  Að allir í liðinu hafi náð 12 ára aldri og að allir í liðinu séu til í að hafa gaman saman!  Athugið þó að nauðsynlegt er að einhverjir í liðinu tengist fjölskylduböndum.

Upptökutímabil allra þáttanna verður frá 2. - 12. október. 

Ef þú og þín fjölskylda hafið áhuga á að vera með, fyllið þá út umsóknareyðublaðið hér að neðan.  (Athugið að taka fram hvernig liðsmenn tengjast, t.d. A er pabbi B, C er vinkona hennar og D mamma hennar.)

Umsóknarfrestur rennur út sunnudaginn 17. september.

Upplýsingar um fjölskyldufyrirliðann
Lýstu þér, ef þú getur, í örfáum orðum.
Upplýsingar um aðra meðlimi í Fjörskylduliðinu
Athugið að aðeins má tilnefna liðsfélaga sem hafa samþykkt að taka þátt!Vinsamlegast fyllið út í alla rauðmerkta reiti.
Nr.2
Nr.3
Nr.4