Fjölmiðlar

Ragnheiður í stjórn Ríkisútvarpsins

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fyrrverandi þingmaður og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, er ein af níu aðalmönnum sem Alþingi kaus í dag í stjórn Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu. Kosið er í stjórn til eins árs í senn.
25.04.2017 - 14:57

Starfsmenn farnir að líta í kringum sig

Það er sameiginlegt mat starfsmanna Fréttatímans að það sé ekki raunsætt að búast við því að þeir verði kallaðir til vinnu á næstunni. Þess vegna telur fólk ráðlegt að líta í kringum sig eftir vinnu. Þetta segir Þóra Tómasdóttir, ritstjóri...
25.04.2017 - 14:01

Rekinn fyrir áreitni – fær milljarða greiðslu

Sjónvarpsmaðurinn Bill O´Reilly, sem nýlega var sagt upp störfum hjá sjónvarpsstöðinni Fox News, gæti fengið allt að 25 milljónir bandaríkjadala í starfslokagreiðslu. Það er jafnvirði um 2.750 milljóna íslenskra króna. O´Reilly var sagt upp í...
21.04.2017 - 15:38

Fréttatíminn kemur ekki út í dag

Enginn af þeim starfsmönnum Fréttatímans sem eiga inni laun síðan í síðasta mánuði hefur fengið greitt. Staðan er enn óbreytt frá mánaðamótum, að sögn framkvæmdastjórans Valdimars Birgissonar. Föstudagsútgáfa Fréttatímans kemur ekki út í dag.
21.04.2017 - 11:32

Fréttaþulur rekinn fyrir kynferðisofbeldi

Fox fréttasjónvarpsstöðin bandaríska, rak í dag einn helsta fréttaþul sinn og þáttastjórnanda, Bill O'Reilly. Nokkrar samstarfskonur hans hafa stigið fram að undanförnu og sakað um kynferðislegt ofbeldi. Í yfirlýsingu frá stjórnendum...
19.04.2017 - 18:53

Björn Ingi víkur úr stjórn Pressunnar

Björn Ingi Hrafnsson, sem hefur verið stjórnarformaður og útgefandi Pressunnar frá stofnun útgáfufélagsins, víkur, nú þegar nýir hluthafar koma að félaginu. Þrjú hundruð milljóna króna hlutafjáraukning hjá Pressunni er á lokastigi og ný stjórn hefur...
18.04.2017 - 15:31

Rekinn af The Sun fyrir pistil um Barkley

Kelvin MacKenzie, pistlahöfundur í breska götublaðinu The Sun, hefur verið rekinn vegna ummæla sem birtust í pistli hans um íbúa Liverpool og Ross Barkley, leikmann Everton. Greinin er sögð uppfull af kynþáttafordómum en í henni líkir McKenzie...
14.04.2017 - 21:34

„Sótsvartur hægrimaður“ verður sósíalisti

Það ríkir nánast neyðarástand á leigjendamarkaði, segir Gunnar Smári Egilsson. Árið er 1981 og hann er í viðtali við Morgunblaðið, sem tvítugur talsmaður Leigjendasamtakanna. Þetta er í fyrsta skipti sem Gunnari Smára bregður fyrir í prentmiðlum...
13.04.2017 - 13:56

Fengu Pulitzer-verðlaunin fyrir Panamaskjölin

Fjölmiðlafyrirtækið The McClatchy Company, Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna eða ICIJ, og bandaríska blaðið Miami Herald fengu í kvöld Pulitzer-verðlaunin fyrir umfjöllun sína um Panamaskjölin. Fjölmiðlarnir fengu verðlaun fyrir tíu greinar sem...
10.04.2017 - 19:35

Sýknaður af ákæru um að breiða út hatur

Pétur Gunnlaugsson, útvarpsmaður á Útvarpi Sögu, var í morgun sýknaður af ákæru um hatursorðræðu og útbreiðslu haturs. Héraðsdómur Reykjavíkur kemst að því að ekkert í ummælunum sem ákært er fyrir geti flokkast sem hatursummæli. Pétur fagnar...
10.04.2017 - 11:48

Panamaskjalaþátturinn verðlaunaður í Svíþjóð

Sænski fréttaskýringaþátturinn Uppdrag Granskning hlaut í kvöld Gullspaðann, mikilvægustu verðlaun samtaka sænskra rannsóknarblaðamanna, fyrir þáttinn um Panamaskjölin. Sven Bergman, sem byrjaði hið örlagaríka viðtal við Sigmund Davíð Gunnlaugsson...
09.04.2017 - 02:24

Vildi fá frétt og mynd fjarlægða af timarit.is

Persónuvernd hefur vísað frá kvörtun manns sem vildi að vefnum tímarit.is, sem er í eigu Landsbókasafnsins, yrði gert að fjarlægja forsíðufrétt, blaðagrein og mynd af sér. Persónuvernd komst síðan að þeirri niðurstöðu í fyrra að leitarvélinni Google...
06.04.2017 - 22:24

Gunnar Smári: Kemur vel til greina að hætta

Ekkert er fast í hendi með aðkomu nýrra eigenda að Fréttatímanum, að sögn framkvæmdastjórans. Ritstjórinn Gunnar Smári Egilsson segir vel koma til greina að hann hætti afskiptum af blaðinu. Það mundi hins vegar ekki tengjast hugsanlegum breytingum...
06.04.2017 - 09:53

Eyþór segist eiga hlutinn einn

Eyþór Arnalds segir að dagblað sem ekki hafi skoðun sé óspennandi. Enginn fjölmiðill sé óumdeildur og það sé mikilvægt í lýðræðissamfélagi að ólíkar raddir heyrist.
05.04.2017 - 09:55

Hætta að auglýsa á Fox vegna fregna af áreitni

Stórfyrirtæki á borð við BMW, Mercedes-Benz og Hyundai eru hætt að kaupa auglýsingar í tengslum við sjónvarpsþáttinn „The O´Reilly Factor“ vegna ásakana um að stjórnandi hans hafi áreitt fjölda kvenna kynferðislega. Þátturinn „The O´Reilly Factor“,...
04.04.2017 - 17:04