Fjármálin

Smálánafyrirtækin áfrýjuðu milljóna sektum

Tíu milljóna króna stjórnvaldssekt og fimm hundruð þúsund króna dagsektir sem Neytendastofa lagði á fimm smálánafyrirtæki í síðasta mánuði, hafa ekki verið innheimtar, því félögin áfrýjuðu ákvörðuninni. Þórunn Anna Árnadóttir sviðsstjóri hjá...
29.08.2017 - 22:10

Hálfs árs hagnaður Íslandsbanka 8 milljarðar

Íslandsbanki hagnaðist um átta milljarða króna eftir skatta á fyrri helmingi ársins. Hagnaður á sama tíma í fyrra var þrettán milljarðar, en það skýrist af hagnaði af sölu Borgunar í Visa Europe.
17.08.2017 - 11:14

Vill umræðu út frá hagræði frekar en banni

Vandinn við umræðu á dögunum um að taka stærstu peningaseðlana úr umferð var að málið var rætt á forsendum þess að banna fremur en hagræðis, að mati Björgvins Inga Ólafssonar, hagfræðings hjá Íslandsbanka. 
25.07.2017 - 09:18

AGS og evruríki henda líflínu til Grikkja

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samþykkti seint í dag nýja lánaáætlun til Grikkja sem hljóðar upp á 1,8 milljarð bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 190 milljarða króna. Grikkir fá þó peninginn ekki í hendurnar strax, heldur greindi AGS frá því að lánið...
21.07.2017 - 01:30

Fjármálaráðherra vill kasta krónunni

„Nú er kominn tíminn til þess að ýta gömlum kreddum til hliðar og þora að marka leið stöðugleika þar sem hagsmunir almennings og fyrirtækja fara saman.“ Svo skrifar Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra í aðsendri grein í Fréttablaðinu í morgun þar...
20.07.2017 - 04:46

Færri með skuldir umfram eignir

Áfram fækkar í hópi þeirra sem eru með skuldir umfram eignir og hefur sú þróun nú verið samfelld í sex ár. Um 16,5 prósent fjölskyldna eru nú með skuldir umfram eignir. Á síðasta ári var hlutfallið 18,2 prósent.
29.06.2017 - 16:42

Segir slaka í ríkisfjármálum skýra gjána

Seðlabankastjóri segir slaka í ríkisfjármálum síðustu ár skýra mikinn mun á verðbólgumælingum með eða án húsnæðisverðs og háa vexti. Verðhjöðnun væri á Íslandi ef húsnæðisverð væri ekki í verðbólgumælingum.
29.05.2017 - 18:07

Misjöfn ávöxtun séreignarsjóða

Rúmur helmingur Íslendinga á vinnumarkaði greiðir í séreignarsjóði til að bæta lífskjörin á efri árum. Ávöxtun þeirra hefur hins vegar verið mjög mismunandi og getur munað töluvert miklu á ráðstöfunartekjum, ef miðað er við meðalávöxtun frá stofnun...
03.05.2017 - 21:31

Eiga að taka á sig rögg og lækka vexti

Fjármálaráðherra segir að peningastefnunefnd eigi að taka á sig rögg núna í maí og lækka vexti myndarlega. Hann segir lægri vextir hér á landi vera keppikefli margra, kannski nærri allra, og því eigi nefndin næsta leik. 
03.05.2017 - 13:54

500 milljarðar í þjóðarsjóði eftir 20 ár

Þjóðarsjóðurinn gæti numið rúmum 500 milljörðum eftir 20 ár. Gert er ráð fyrir að frá árinu 2019 eða 20 renni arðgreiðslur Landsvirkjunar í sjóðinn. Fjármálaráðherra segir að sjóðurinn gæti nýst sem sveiflujöfnun í hagkerfinu og hann gæti líka verið...
27.04.2017 - 17:51

Tesla tekur fram úr Ford

Rafbílaframleiðandinn Tesla er nú verðmætari en Ford og er kominn nálægt General Motors að markaðsvirði. New York Times greinir frá. Verð hlutabréfa í Tesla hafa hækkað hratt undanfarið þrátt fyrir að hægst hafi á sölu nýrra bíla í Bandaríkjunum. ...
04.04.2017 - 02:15

Cristiano Ronaldo launahæsti fótboltamaðurinn

Besti knattspyrnumaður heims 2016, Portúgalinn Cristiano Ronaldo, var jafnframt sá tekjuhæsti á síðasta ári. Alls halaði hann inn um tíu og hálfan milljarð króna í laun, eða sem nemur um 75 milljónum punda.
28.03.2017 - 14:59

„Veðmál vogunarsjóðanna gekk upp“

Sigurður Hannesson, sem sat í framkvæmdahópi um afnám hafta, gagnrýnir síðustu aðgerðir í afnáminu. Stjórnvöld segi eitt og geri annað. Veðmál vogunarsjóðanna hafi gengið upp. 
22.03.2017 - 08:59

Stórtækt rússneskt peningaþvætti afhjúpað

Rússneskir glæpamenn nýttu þjónustu margra af stærstu bönkum Evrópu við að þvætta himinháar peningaupphæðir. Um þetta er fjallað í nokkrum helstu dagblöðum Evrópu. Peningaþvættið átti sér stað tæplega fjögurra ára tímabili, frá ársbyrjun 2011 fram í...
21.03.2017 - 03:41

Hagur heimila vænkast

 Þeim sem safna skuldum hefur fækkað verulega frá hruni og þeim sem geta lagt fyrir sparifé fjölgar, samkvæmt nýrri könnun Gallup. Ástandið hefur batnað mest hjá fólki með háskólapróf og hærri tekjur. Svarendur eru ekki flokkaðir eftir húsnæðisstöðu...
19.03.2017 - 19:49