Ferðaþjónusta

Endurskoða mat um áhrif ferðaþjónustu

Endurskoða þarf matsskýrslu um uppbyggingu ferðaþjónustu á Hveravöllum í Húnavatnshreppi, samkvæmt ákvörðun Skipulagsstofnunar. Ákvörðunin er meðal annars byggð á því að mat á umhverfisáhrifum ferðaþjónustu á Hveravöllum hafi farið fram á árunum...
26.06.2017 - 14:20

Dæmi um einbeittan brotavilja í ferðaþjónustu

Jakob S. Jónsson, formaður kjaranefndar leiðsögumanna ,segir að dæmi séu um einbeittan vilja ferðaþjónustufyrirtækja til að brjóta á kjarasamningsbundnum réttindum leiðsögumanna, og nokkur slík mál séu inni á borði nefndarinnar.
25.06.2017 - 15:28

Bílaleigur í vanda vegna sterkrar krónu

Útlit er fyrir að sterkt gengi krónu og mikil fjárfesting gæti komið bílaleigum í vanda. Óbreytt verðskrá í erlendri mynt skilar bílaleigum minni tekjum í íslenskum krónum. Verð á notuðum bílum hefur einnig lækkað, sem skilar sér í lægra...
24.06.2017 - 07:39

Sjóðir gætu digrast á sundferðum og Ciabatta

Nýleg greining Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi bendir til þess að ferðaþjónusta hafi neikvæð áhrif á afkomu sveitarfélaga, svo sem vegna ruðningsáhrifa. Greining ráðgjafafyrirtækisins Deloitte bendir aftur á móti til þess að áhrifin séu jákvæð....
22.06.2017 - 17:44

Telur að gengi krónunnar hækki enn

Gengi krónunnar er enn ekki komið í jafnvægi, segir Daníel Svavarsson, hagfræðingur hjá Landsbankanum. Hann telur að til lengri tíma litið eigi gengi hennar enn eftir að hækka. Ástæða þess hve krónan hafi styrkst mikið síðustu tvö ár, séu einkum...
22.06.2017 - 16:49

Ferðamenn tjalda á leikskólalóðum

Íbúar Borgarbyggðar hafa orðið fyrir talsverðum óþægindum vegna þess að ferðamenn tjalda á lóðum sveitarfélagsins, meðal annars á leikskólalóðum, og á opnum svæðum. Sveitarstjóri segir mikilvægt að íbúar sýni ferðamönnum umburðarlyndi, því flestir...
22.06.2017 - 15:25

Segja að rúnstykkið sé í raun ciabatta-brauð

Framkvæmdastjóri Norðursiglingar, sem rekur kaffihúsið á Gamla Bauk á Húsavík, segir að engin rúnstykki séu seld á kaffihúsinu, heldur sé smurt ciabatta-brauð selt á 1.190 krónur. Há verðlagning vakti athygli í fréttum í gær, en framkvæmdastjórinn...
21.06.2017 - 13:18

Rútubann í miðborg tekur gildi 15. júlí

Bann við akstri hópbíla í miðborginni tekur gildi 15. júlí. Þá verður bílum sem taka fleiri en átta farþega og sérútbúnum fjallabílum bannað að aka um Þingholtin, Kvosina og gamla vesturbæinn.
21.06.2017 - 11:34

Galið að selja rúnstykki á 1.190 krónur

Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, tekur undir þá gagnrýni að það sé ekki eðlilegt að selja rúnnstykki með skinku og osti á tæpar tólf hundruð krónur. „Svo sannarlega ekki og alveg galið,“ segir hún. Svartir sauðir séu í...
20.06.2017 - 21:40

Ferðamannafjöldinn þrefaldast á fimm árum

Fjöldi ferðamanna sem sækja Ísland heim þrefaldaðist á árunum 2013 til ársins í ár. Sexfalt fleiri ferðamenn koma frá löndum Norður-Ameríku og þrefalt fleiri frá Mið- og Suður-Evrópu og Bretlandi. Athygli vekur hins vegar að fjölgun ferðamanna frá...
20.06.2017 - 17:00

Selja rúnnstykki á 1.190 krónur

Smurt rúnnstykki með skinku og osti er verðlagt á 1.190 krónur á kaffihúsinu á Gamla Bauk á Húsavík. Framkvæmdastjórinn segir að ábendingar um hátt verðlag hafi aldrei komið inn á sitt borð og að töluvert seljist af rúnnstykkjunum. Verðið verði...
20.06.2017 - 12:20

Enn fjölgar ferðafólki, en hægar en áður

Erlendu ferðafólki fjölgar enn á milli ára, en fjölgunin í maímánuði var þó heldur minni en aðra mánuði það sem af er árs. Þetta kemur fram í tölum Ferðamálastofu. Samtals fóru rúmlega 146 þúsund erlendir ferðamenn frá landinu í gegnum Leifsstöð í...
20.06.2017 - 01:17

Ferðamenn fara styttra og dvelja skemur

Hátt gengi krónunnar veldur því að ferðmenn hafa breytt ferðamunstri sínu. Það fer styttra og dvelur skemur. Þetta segir markaðsfulltrúi Markaðsstofu Vestfjarða og kemur fram í hagsjá Landsbankans. Á Vestfjörðum hefur borið á fækkun ferðamanna en...
19.06.2017 - 10:42

Vilja innheimta farþegagjald í Faxaflóahöfnum

Sérstakt farþegagjald upp á 185 krónur verður innheimt fyrir hvern farþega skemmtiferða- og hvalaskoðunarskipa sem leggja að bryggju í Faxaflóahöfnum frá og með 1. apríl 2019. Morgunblaðið hefur þetta eftir Gísla Gíslasyni, hafnarstjóra. Gísli segir...
19.06.2017 - 04:27

Lagt til að Reykjavíkurborg semji við Airbnb

Mikilvægt er að Reykjavíkurborg óski þegar í stað eftir viðræðum um tvíhliða samning við Airbnb til þess að auðvelda eftirlit með útleigu íbúða. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu starfshóps um heima- og íbúðagistingu sem kynnt var á fundi borgarráðs...
16.06.2017 - 11:38