Ferðaþjónusta

Óvíst um áhrif skattahækkunar

Erfitt er að spá fyrir um það hvort hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu hægir á fjölgun ferðamanna hér. Prófessor í ferðamálafræði segir að einhverju leyti skiljanlegt að ferðaþjónustuaðilar vantreysti stjórnvöldum.
27.04.2017 - 22:38

Flugþróunarsjóður ekki til meðferðar hjá ESA

Eftirlitsstofnun EFTA hefur ekki borist nein formleg tilkynning frá íslenskum stjórnvöldum um Flugþróunarsjóð og getur því ekki getað ályktað um málefni sjóðsins að svo stöddu. Þetta segir Anne Vestbakke, samskiptastjóri ESA.
27.04.2017 - 13:20

Ráða ekki við rútufyrirtæki frá Austur-Evrópu

Haraldur Teitsson, framkvæmdastjóri hópferðabílafyrirtækisins Teits Jónassonar, segir að rútufyrirtæki frá Austur-Evrópu séu farin að selja þjónustu sína á Íslandi á eigin vegum og þau rukki eingöngu 50 til 55 prósent prósent af því verði sem...
27.04.2017 - 06:00

Hærri skattur á að hægja á fjölgun ferðamanna

Hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu er beinlínis ætlað að stemma stigu við fjölgun ferðamanna á Íslandi. Þetta segir Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. Það sé hvorki gott fyrir hagkerfið né ferðaþjónustuna sjálfa að hún vaxi of hratt.
26.04.2017 - 21:42

Bjarni: Engar áhyggjur af samkeppnisstöðunni

Samkeppnisstaða íslenskrar ferðaþjónustu er það síðasta sem maður hefur áhyggjur af, segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Fjöldi ferðamanna á Íslandi hafi ferfaldast á fáum árum og sé á mörkum þess sem þjóðin ráði við. Hann hyggst ekki draga...
24.04.2017 - 18:20

Spyr hvort stjórnvöld séu gullgrafarinn

Samtök ferðaþjónustunnar hafa miklar áhyggjur af því að ferðamenn séu að stytta dvöl sína á Íslandi. Styrking krónunnar leiki atvinnuveginn grátt og þróunin komi harðast niður á landsbyggðinni.
23.04.2017 - 18:51

Skattur á gistingu aðeins hærri í Danmörku

Eftir hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu verður skattur á gistingu hærri á Íslandi en í öllum nágrannalöndunum, nema Danmörku. Birgir Guðmundsson, hótelstjóri Reykjavík Marina, segir að reksturinn muni þyngjast mikið.
23.04.2017 - 18:50

Ferðamenn stytta Íslandsdvölina

Vísbendingar eru um að erlendir ferðamenn séu að stytta dvöl sína á Íslandi. Kristján Sigurjónsson, ritstjóri vefsíðunnar turisti.is og sérfræðingur í ferðamálum, telur styrkingu krónunnar helsta orsakavaldinn. Þá sé ferðamannaflóran á Íslandi...
23.04.2017 - 12:36

„Eins og tveir tímar í ódýru spilavíti“

„Sem betur fer var enginn troðinn undir,“ segir Brian J. Cantwell, aðalferðablaðamaður Seattle Times, um heimsókn sína í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Cantwell ritar langan pistil á vef blaðsins undir fyrirsögninni „Ástar- og haturssamband mitt við...
22.04.2017 - 18:45

Ferðaþjónustufyrirtæki agnúast út í ráðherra

Nokkur smærri ferðaþjónustufyrirtæki hafa sent fjárlaganefnd umsagnir við fjármálaáætlun Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra. Í umsögnunum gagnrýna þau fjármálaráðherra fyrir fyrirhugaða breytingu á virðisaukaskattkerfinu og segja að sterk...
20.04.2017 - 10:42

Fjórir formenn hafa efasemdir um tillöguna

Fjórir af sex nefndarformönnum Sjálfstæðisflokks gagnrýna fyrirhugaðar skattahækkanir ríkisstjórnarinnar á ferðaþjónustufyrirtæki. Tveir þingmenn flokksins í Norðausturkjördæmi, sem eiga hagsmuna að gæta í ferðaþjónustunni, ætla ekki að samþykkja...
18.04.2017 - 19:05

Sofandi farþegi aldrei áður gleymst í rútu

„Okkur finnst mjög leiðinlegt að þetta hafi gerst,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forstjóri Gray Line á Íslandi, um ástralska konu sem gleymdist sofandi í rútu fyrirtækisins í Klettagörðum í nótt og læstist þar inni. Atvikið sé áminning um það...
18.04.2017 - 15:17

Sofnaði og festist inni í rútunni

Ástralskur ferðamaður, sem sofnaði í rútu á leið frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur í gærkvöld, vaknaði í mannlausri og niðadimmri rútunni á athafnasvæði rútufélagsins við Sundahöfn í nótt. Konan komst ekki út fyrr en eftir dauðleit að...
18.04.2017 - 13:36

Koma til Íslands til að mynda tófuna

Á eyðibýlinu Kvíum í Jökulfjörðum hefur hópur breskra ljósmyndara dvalið í nokkra daga. „Aðaltilgangur ferðarinnar er að mynda tófuna. Þetta er einhver besti staðurinn til þess. Það er þess vegna sem að við komum. - Við tökum líka landslags- og...
18.04.2017 - 11:57

Þurfi að loka ferðamannastöðum í frostleysinu

Fjölsóttir ferðamannastaðir koma illa undan hlýjum vetri. Landgræðslustjóri vill að fleiri stöðum sé lokað á meðan frostlaust er og gróður ekki farinn að spretta. Hann segir marga leiðsögumenn stunda óábyrga ferðamennsku og fara með stóra hópa á...
15.04.2017 - 12:40