Eyjaálfa

Ætluðu að sprengja flugvél og úða eiturgasi

Tveir menn eru ásakaðir um tvenns konar tilraunir til hryðjuverka í Ástralíu. Þeir hafi annars vegar reynt að granda flugvél með sprengju að vopni og hins vegar reynt að smíða drápstæki sem átti að gefa frá sér eiturgas. Þetta er haft eftir...
04.08.2017 - 03:10

Kardínáli neitar sök í kynferðisbrotamáli

George Pell, kardínáli og fjármálastjóri Páfagarðs, neitar allri sök í kynferðisbrotamáli sem sótt er gegn honum í heimalandi hans, Ástralíu. Pell, sem er einn nánasti samstarfsmaður og ráðgjafi Frans páfa I., flaug til Ástralíu fyrr í þessum mánuði...
26.07.2017 - 03:57

Tvöfalt ríkisfang felldi ráðherra

Matthew Canavan, sem fór með auðlindamál og málefni norðurhéraða í áströlsku stjórninni, sagði af sér í morgun eftir að upplýst var að hann hefði tvöfalt ríkisfang.  Canavan er þriðji stjórnmálamaðurinn í Ástralíu sem lætur af embætti af þeim sökum.
25.07.2017 - 11:20

Eyjaskeggjar vilja aukna sjálfstjórn aftur

Eyjaskeggjar á Norfolk-eyju í Kyrrahafi eru í öngum sínum eftir að niðurstöður manntalsins í fyrra urðu ljósar. Manntalið sýnir að íbúum sem eiga ættir að rekja til Picairn-eyju fer hratt fækkandi. Íbúar telja óhreint mjög í pokahorni ástralskra...
24.07.2017 - 06:14

Kínverskt njósnaskip nærri Ástralíu

Ástralski herinn varð var við kínversk njósnaskip undan ströndum Ástralíu, skammt frá sameiginlegum heræfingum Bandaríkjanna, Nýja-Sjálands og Ástralíu. Fréttastofan Reuters hefur eftir varnarmálaráðuneyti Ástralíu að skipið hafi séð undan...
22.07.2017 - 07:16

Maðurinn fyrr á ferðinni í Ástralíu

Við fyrstu sýn virðist fornleifafundur í Ástralíu benda til þess að menn hafi sest þar að um 18 þúsund árum en áður var talið. Aldursgreiningar á haganlega útskornum hlutum í litlum helli á norðurhluta landsins benda til þess að innfæddir Ástralir...
20.07.2017 - 04:22

Frumbyggjar komu mun fyrr en áður var talið

Fornleifafræðingar í Ástralíu uppgötvuðu nýverið vísbendingar um að ástralskir frumbyggjar hafi komið mun fyrr til álfunnar er áður var talið. Þetta segir í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC. Í norðanverðri álfunni fundust fornmunir sem taldir eru...
20.07.2017 - 02:04

Fyrsta afkvæmi pokadýrategundar í fimm ár

Ástralskir dýraverndunarsérfræðingar eru í skýjunum vegna fæðingar vambaunga í landinu. Unginn er af tegund norðlenskra loðtrýnis-vamba, en aðeins eru um 250 þeirra í villtri náttúrunni. Unginn kom úr poka móður sinnar á náttúruverndarsvæði í...
19.07.2017 - 06:38

Ástalski herinn fær aukið hlutverk

Ástralski herinn fær aukin völd til að bregðast við hryðjuverkum samkvæmt nýju lagafrumvarpi. Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, greindi frá þessu í morgun.
17.07.2017 - 08:22

Pell neitar ásökunum um barnaníð

Einn æðsti maður Páfagarðs, ástralski kardínálinn George Pell, sem ákærður hefur verið fyrir kynferðisbrot gegn börnum í heimalandi sínu fyrir fjórum áratugum neitar sök.
29.06.2017 - 10:49

Ástralar greiða flóttafólki bætur

Ríkisstjórn Ástralíu hefur fallist á að greiða 53 milljónir bandaríkjadala í bætur til flóttafólks sem haldið var á Papúa nýju Gíneu. Yfirvöld hafna því að hafa brotið á flóttafólkinu en segja sáttargreiðslurnar skynsamlega niðurstöðu.
14.06.2017 - 05:24

Reyndi að komast inn í flugstjórnarklefann

Farþegaþotu malasíska flugfélagsins Malaysia Airlines var snúið til Melbourne í Ástralíu í dag þegar farþegi reyndi að komast inn í flugstjórnarklefann. Þotan var á leið frá Melbourne til Kuala Lumpur, höfuðborgar Malasíu. Lendingin gekk að óskum,...
31.05.2017 - 15:53

Dæmd fyrir að drekkja börnunum sínum

Kona á fertugsaldri var dæmd í 26 ára fangelsi í Ástralíu í morgun fyrir morðið á þremur barna sinna, og morðtilraun í því fjórða. Konan ók ofan í á skammt utan Melbourne árið 2015.
30.05.2017 - 06:49

Kóralrifið mikla verr farið en var talið

Kóralrifið mikla við Ástralíu er mun verr farið en áður var talið. Vísindamenn vara við því að ástandið eigi einungis eftir að versna verð ekki dregið úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda.
29.05.2017 - 04:19

Trump og Turnbull funduðu í New York

Þeir Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, hittust á stuttum fundi í New York í dag. Fundurinn snerist ekki síst um að brúa þá vík sem myndaðist milli þessara miklu vinaþjóða á dögunum, þegar Trump fór...
05.05.2017 - 00:57