Evrópa

Eftirlit aukið með stjórnarháttum í Tyrklandi

Þing Evrópuráðsins samþykkti í dag að auka eftirlit með stjórnarháttum í Tyrklandi. Ályktunin var samþykkt með miklum meirihluta. Þar eru yfirvöld í Tyrklandi hvött til að leysa úr haldi alla þingmenn og fréttamenn sem hnepptir voru í varðhald eftir...
25.04.2017 - 22:45

Klofningshópur stóð að árás í St. Pétursborg

Klofningshópur út úr Al-Kaída, sem kallar sig Imam Shamil fylkið, segist hafa verið að verki þegar hryðjuverkaárás var gerð í jarðlestakerfinu í St. Pétursborg í Rússlandi í byrjun þessa mánaðar. Fimmtán létu lífið og á þriðja tug særðust. Talið er...
25.04.2017 - 21:17

Reynt að komast inn í tölvur Emmanuels Macrons

Erlendir tölvuþrjótar hafa margoft á undanförnum sólarhringum reynt að brjóta sér leið inn í tölvukerfi franska forsetaframbjóðandans Emmanuels Macrons og samstarfsfólks hans. Þetta staðhæfa starfsmenn japanska veiruvarnafyrirtækisins Trend Micro.

Ekki grunaður um aðild að árás í Stokkhólmi

Maður sem sænska lögreglan handtók um helgina, vegna rannsóknar á árás í miðborg Stokkhólms, var látinn laus í dag. Hann er ekki grunaður um að hafa átt þátt í illvirkinu. Úsbekinn Rakhmat Akilov hefur játað að hafa ekið á hóp fólks utan við vöruhús...
25.04.2017 - 18:07

Ætlar gegn Kielsen í formannskosningum Siumut

Vittus Qujaukitsoq, sem í gær sagði óvænt af sér ráðherraembætti í grænlensku landsstjórninni, gerði það í mótmælaskyni við áform forsætisráðherrans um að taka af honum utanríkismálin, einn fimm málaflokka, sem hann hafði á sinni könnu. Þetta segir...
25.04.2017 - 03:15

Könnun sýnir minnkandi fylgi við sjálfstæði

Stuðningur Skota við áform Skoska þjóðarflokksins um sjálfstætt Skotland hefur minnkað mjög upp á síðkastið, ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar sem gerð var skömmu áður en Theresa May boðaði til þingkosninga í júní næstkomandi. Könnunin, sem...

Frakkland: Talningu atkvæða lokið

Talningu atkvæða eftir fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi lauk síðdegis. Emmanuel Macron sigraði, eins og áður hefur komið fram. Hann hlaut 24,1 prósent atkvæðanna. Marine Le Pen hlaut næstflest atkvæði, 21,3 prósent. Þau tvö keppa því um...

Skotárás hótað í sænskum framhaldsskóla

Framhaldsskóli í bænum Luleå í norðurhluta Svíþjóðar var rýmdur í dag eftir að upplýsingar bárust um yfirvofandi skotárás á skólasvæðinu. Fréttastofa sænska ríkisútvarpsins hefur eftir talsmanni lögreglunnar að upplýsingar hafi borist á...
24.04.2017 - 16:32

Hollande lýsir yfir stuðningi við Macron

Francois Hollande, forseti Frakklands, styður Emmanuel Macron í síðari umferð forsetakosninganna í næsta mánuði. Í sjónvarpsávarpi kvað Hollande Frakkland verða í hættu ef Marine Le Pen sigraði í síðari umferðinni. Hætt væri við því að landið...

Handtaka vegna árásarinnar í Stokkhólmi

Sænska lögreglan hefur handtekið mann í tengslum við rannsókn á árásinni í Stokkhólmi 7. þessa mánaðar, þegar vörubifreið var ekið á vegfarendur í miðborginni með þeim afleiðingum að fjórir létu lífið.
24.04.2017 - 10:10

Ólæti í Frakklandi í nótt

Franska lögreglan hafði víða í nógu að snúast í gærkvöld og nótt vegna óeirða og mótmæla ungmenna. Mótmælin beindust gegn sigurvegurum fyrri umferðar forsetakosninganna sem fram fór í gær, þeim Marine Le Pen og Emmanuel Macron.
24.04.2017 - 09:15

Evrópusinni og þjóðernissinni í seinni umferð

Miðjumaðurinn og Evrópusinninn Emmanuel Macron bar sigur úr býtum í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna, sem fram fór á sunnudag. Macron fékk 23,9 prósent atkvæða. Í öðru sæti varð öfga-hægrikonan og þjóðernissinninn Marine Le Pen, sem fékk...

Macron spáð yfirburðasigri í seinni umferð

Tvær nýjar skoðanakannanir benda til þess að Emmanuel Macron muni fara með afgerandi sigur af hólmi í einvíginu við Le Pen þann 7. maí. Önnur könnunin var gerð af Ipsos France, með 2024 manna úrtaki. Niðurstaðan var sú að Macron fengi 62% atkvæða en...
24.04.2017 - 02:29

Evran styrkist vegna úrslitanna í Frakklandi

Evran tók kipp upp á við og hækkaði gagnvart hvort tveggja bandaríkjadal og japönsku jeni í kauphöllum Asíu þegar ljóst varð að Emmanuel Macron kæmi til með að etja kappi við Marine Le Pen í seinni umferð forsetakosninganna. Macron er einarður...

Macron efstur, Le Pen önnur

Allt útlit er fyrir að miðjumaðurinn Emmanuel Macron og þjóðernissinninn Marine Le Pen beri sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi og mætist því í síðari umferðinni þann 7. maí næstkomandi. Búið er að telja atkvæði í 104 af...