Evrópa

Filmubútur af Wallenberg fundinn

Einstakur filmubútur af sænsku stríðshetjunni Raoul Wallenberg hefur fundist í myndasafni sænska sjónvarpsins.
24.05.2017 - 18:57

Faðir og bræður ódæðismanns handteknir

Rannsókn bresku lögreglunnar á hryðjuverki í Manchester á mánudagskvöld hefur leitt í ljós að hópur manna stóð að árásinni. Fimm hafa verið handteknir. Einnar mínútu þögn verður í Bretlandi í fyrramálið til að minnast þeirra sem létu lífið.
24.05.2017 - 17:52

Húsleit í miðborg Manchester

Grímuklæddir lögreglumenn með alvæpni réðust síðdegis inn í íbúð í miðborg Manchester á Englandi, líkast til í leit að samstarfsmönnum Salmans Abedis sem varð tuttugu og tveimur að bana í borginni á mánudagskvöld. Að sögn fréttamanns norska...
24.05.2017 - 13:33

Hæstiréttur Spánar staðfestir dóm yfir Messi

Hæstiréttur á Spáni staðfesti í dag dóm yfir knattspyrnukappanum Lionel Messi fyrir skattsvik. Hann fær 21 mánaðar fangelsisdóm og þarf að greiða tvær milljónir evra í sekt. Að sögn fjölmiðla á Spáni þykir líklegt að fangelsisdómurinn verði...
24.05.2017 - 12:03

Macron vill framlengja neyðarlög í Frakklandi

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ætlar að fara fram á að lög um neyðarástand í landinu verði framlengd til 1. nóvember. Þá vill hann að þingið skerpi á lögunum með því að auka valdheimildir öryggissveita lögreglunnar.
24.05.2017 - 10:52

Handtekinn á Stansted vegna hryðjuverkaógnar

Breska hryðjuverkalögreglan handtók mann á fertugsaldri á Stansted flugvelli í gærkvöld. Maðurinn er grunaður um að hafa ætlað að ferðast til Sýrlands. Ríkislögreglan Scotland Yard segir handtöku mannsins ekki tengjast hryðjuverkunum í Manchester í...
24.05.2017 - 06:36

Strandgæslumenn ógnuðu flóttamönnum

Nokkur hundruð flóttamönnum var bjargað úr bátum á Miðjarðarhafinu í dag. Alls fann ítalska strandgæslan ellefu báta á hafinu og er talið að um eitt þúsund manns hafi verið um borð. Bátarnir voru á leið til Evrópu frá Líbíu. 
24.05.2017 - 02:10

Björguðu 5.000 flóttamönnum á tveimur dögum

Björgunarskip á Miðjarðarhafi komu fimm þúsund flóttamönnum til aðstoðar á tveimur sólarhringum. Líbíumenn telja sig þurfa að vopna áhafnir á björgunarskipum sínum.
21.05.2017 - 15:57

Dómsdagshvelfingin lekur

Leki hefur komið að frægeymslunni á Spitsbergen við Svalbarða þar sem hátt í milljón plöntutegundir frá öllum heimshornum eru varðveittar. Hvelfingin, sem átti að standast allar hugsanlegar hamfarir, er fórnarlamb loftslagsbreytinga af mannavöldum.
21.05.2017 - 14:16

Gera sígarettupakkana eins ljóta og hægt

Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi stefna að því að gera tóbaksreykingar eins óspennandi og hægt er. Héðan í frá má einungis selja sígarettur í mosagrænum pökkum. Viðvörun um hætturnar af reykingum eiga að ná yfir allt að tveimur þriðjuhlutum umbúða.
20.05.2017 - 20:00

Systir verðandi Englandsdrottningar giftir sig

Pippa Middleton, yngri systir Katrínar hertogaynju af Cambridge, giftist fjármálamanninum James Matthew í dag að viðstöddu fyrirmenni í kirkju heilags Markúsar í Englefield í Berkshire í Englandi.
20.05.2017 - 15:47

Tólf og fjórtán ára með í líkamsárás

Sex eru í haldi lögreglunnar í Kaupmannahöfn eftir grófa líkamsárás í nótt framan við Kristjánsborgarhöll í miðborginni. Tveir brotamannanna eru undir lögaldri, tólf og fjórtán ára. Sexmenningarnir réðust að pari sem þar var á ferð. Þegar maðurinn...
20.05.2017 - 10:16

Ítalir lögfesta bólusetningarskyldu barna

Stjórnvöld á Ítalíu hafa lögfest skyldubólusetningu barna gegn tólf sjúkdómum, þar á meðal mislingum, hettusótt og lömunarveiki. Foreldrar sem ekki láta bólusetja börn sín mega búast við sektum. Paolo Gentolini, forsætisráðherra Ítalíu, kynnti...
20.05.2017 - 04:16

Assange hyggst sækja um hæli í Frakklandi

Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hyggst leita hælis í Frakklandi, nú þegar sænsk lögregluyfirvöld hafa hætt rannsókn á máli hans og fellt niður handtökuskipun á hendur honum þar sem sakargiftirnar séu fyrndar. Lögfræðingar Assange greindu frá...
20.05.2017 - 01:48

Vill að Bretar veiti Julian Assange hæli

Guillaume Long, utanríkisráðherra Ekvadors, segir að Bretar verði að skjóta skjólshúsi yfir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, þegar hann fær að fara frjáls ferða sinna. Assange hefur dvalið í sendiráði Ekvadors í Lundúnum síðastliðin fimm ár....
19.05.2017 - 14:00