Evrópa

Einn enn í lífshættu eftir árásina í Lundúnum

Fjórir liggja enn alvarlega særðir á sjúkrahúsum í Lundúnum eftir árásina á miðvikudag utan við breska þingið og á Westminsterbrú. Þar af er einn í lífshættu, að því er dagblaðið Guardian greinir frá í dag.
24.03.2017 - 08:00

Fillon sakar Hollande um vélabrögð

Francois Fillon, frambjóðandi frambjóðandi íhaldsmanna í yfirvofandi forsetakosningum í Frakklandi, sakar nafna sinn, sósíalistann Hollande, Frakklandsforseta, um að hafa skipulagt leka á dómsskjölum til fjölmiðla, í því skyni að sverta áður...

Grunaður um að ætla að keyra á fólk

Maður var stöðvaður og handtekinn í belgísku hafnarborginni Antwerpen fyrr í dag grunaður um að ætla að keyra bíl sínum á fólk í borginni. Í bíl hans fundust eggvopn, byssa og torkennilegur vökvi. Belgískir hermenn reyndu að stöðva manninn þegar...
23.03.2017 - 15:29

Umræðu um þjóðaratkvæðagreiðslu frestað

Skoska þingið hefur frestað því til næsta þriðjudags að greiða atkvæði um tillögu Nicolu Sturgeon, fyrsta ráðherra, um að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um að Skotland verði sjálfstætt ríki. Þetta er gert í virðingarskyni við breska þingið....
23.03.2017 - 13:39

Íslamska ríkið lýsir árás á hendur sér

Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki segja í yfirlýsingu að þeirra maður hafi verið að verki þegar árás var gerð á fólk utan við þinghúsið í Lundúnum í gær. Þetta kemur fram á Amaq, fréttasvef vígasveitanna. Þar segir að árásin hafi...
23.03.2017 - 13:00

Sprengingar í vopnabúri - fólk flutt á brott

Tuttugu þúsund manns sem búa í grennd við herstöð í bænum Balakliya í austurhluta Úkraínu hafa verið fluttir að heiman vegna sprenginga í vopnabúri í stöðinni. Eldur kom upp í geymslunni, þar sem er að finna flugskeyti og önnur hergögn úkraínska...
23.03.2017 - 10:09

Árásin í Lundúnum: Fjórir látnir, sjö í haldi

Sjö hafa verið handteknir eftir árásina í Westminster í Lundúnum í gær. Breska lögreglan staðfesti þetta á áttunda tímanum í morgun. Þá var frá því greint að fjórir væru látnir, árásarmaðurinn og þrjú fórnarlömb hans. Sjö eru alvarlega særðir á...
23.03.2017 - 08:21

Húsleit í Birmingham vegna árásar í Lundúnum

Breska lögreglan er með nokkra menn í haldi eftir húsleit í Birmingham síðla nætur, að því er breska fréttasjónvarpsstöðin Sky greinir frá. Lögregla hefur til þessa ekki viljað staðfesta fréttina. Samkvæmt heimildarmanni Sky voru þrír menn...
23.03.2017 - 07:39

Ódæðismaðurinn talinn hafa verið einn að verki

Talið er nær öruggt að maðurinn sem felldi fjóra og særði á fimmta tug þegar hann ók inn í hóp fólks og réðist svo á óvopnaðan lögregluvörð við breska þinghúsið í Lundúnum í gær hafi verið einn að verki. Mark Rowley, aðstoðarlögreglustjóri og...
23.03.2017 - 05:24

Fordæmir níðingslega hryðjuverkaárás

Árásin í Lundúnum í dag var níðingsleg hryðjuverkaárás sem beindist að hjarta borgarinnar. Þetta segir forsætisráðherra Breta sem hélt neyðarfund vegna árásinnar í kvöld. Árásarmaðurinn felldi fjóra í árásinni, fjörtíu særðust.
22.03.2017 - 22:31

Banna reykingar í dönskum fangelsum

Reykingar verða bannaðar í dönskum fangelsum um mánaðamótin. Bæði fangar og fangaverðir óttast að það komi til átaka í fangelsunum.
22.03.2017 - 22:20

Norðmenn veita tyrkneskum hermönnum hæli

Tyrkir eru Norðmönnum æfir eftir að þeir síðarnefndu veittu fimm tyrkneskum hermönnum hæli. Fimmmenningarnir voru staddir í Noregi í fyrra þegar hluti hersins reyndi að steypa stjórn Erdogans forseta af stóli. Þeir segjast engan þátt hafa átt í því...
22.03.2017 - 13:57

Biðja Dani að framselja fanga

Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa formlega farið fram á að Danir framselji tvítuga konu, Chung Yoo-ra, sem situr í gæsluvarðhaldi í Álaborg. Hún er dóttir Choi Soon-sil, sem grunuð er um að hafa notfært sér vinfengi við fyrrverandi forseta Suður-Kóreu til...
22.03.2017 - 13:23

Hljómsveitarstjóri Sven-Ingvars látinn

Sænski söngvarinn og hljómsveitarstjórinn Sven-Erik Magnusson lést í nótt, 74 ára að aldri, eftir margra ára baráttu við krabbamein. Sven-Erik stýrði danshljómsveitinni Sven-Ingvars í áratugi og söng helstu smelli hennar sem nutu vinsælda á sjöunda...
22.03.2017 - 08:35

Enn þjarmað að Fillon

Enn syrtir í álinn fyrir forsetaframbjóðanda franskra íhaldsmanna, Francois Fillon. Rannsókn er þegar hafin á vafasömum launagreiðslum til eiginkonu Fillons og tveggja dætra hans, vegna starfa sem grunur leikur á um að þær hafi aldrei unnið. Í...